Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 17
207
H'elgi bjóla, Helgi magri, Jörundur kristni, Þórleifur kristni
í Krossavík, Ketill fifls'ki og fleira göfugra landnámsmanna voru
kristnir menn.
Þótt Island megi teljast heiðiÖ þjóðfélag nær hundrað ár, er
auSsætt af sögunum, að heiðindómurinn var þá eklíí lengur það
lífsafl, sem svaramenn hans nú eigna honum.
Eg held að hér eigi við að nefna alkunnasta og ágætasta
manninn i heiðnum sið á sögutíð íslendinga, og það því fremur,
að frá honurn er það sagt, að hann kunni eigi að ljúga. Eg hygg
að neitunin neiti því naumast, að Njáll Þorgeirsson hafi verið
vitur maður. Eg er engan veginn viss um, að vitsmunaþroski nú-
tíSarinanna taki fram brjóstviti Njáls. Og Njáll var alinn upp í
heiðnum sið. Hann hafði betri skilyrði en vér, til að dæma um
þessa fornu feðratrú. Hvað segir saga Njáls um álit hans í því
efni? “Þat mæltu margir menn, svo Njáll heyrði, at slíkt væri
mikil firn at hafna fornum sið ok átrúnaði. Njáll sagði þá: Svá
lízt mér, sem hinn nýi átrúnaðr muni vera MIKLU BBTRI ok
sá muni sæll cr hann fær heldr. Ok ef þeir koma út hingat ftil
íslands), er þann sið bjóða, þá skal ek þat vel flytja.” ”Hann
mælti þat oft,” bætir sagan við.
Þó var Njáll enn í tölu heiðingja og heiSnu umhverfi, er hér
var komið sögu.
Það var og einn prestur heiðninnar, Þorgeir goði, er kvað
upp úrskurðinn mikla á alþingi íslendinga iooo, um ein lög og
eina trú á þessa leið:
“Þat er úpphaf laga várra,. at menn skulu allir vera kristnir
hér á landi ok trúa á einn guð—föðr ok son ok anda helgan— enn
láta af allri skurðgoðavillu.”
Þegar þessi framkoma Njáls og Þorgeirs er athuguð, og bor-
in saman við ummæli og atfarir íslenzkra framsögumanna and-
kristninnar á vorri tíð, á eg örSugt með að sjá frá sannsögulegu
sjónarmiði mikla framþróun í því efni, þó um nálega þúsund ára
umbótaskeið sé að ræða.
Eyr í þessum þætti vitnaði eg í orð dr. Finns Jónssonar, er
telur blót heiðinna fslendinga á io. öld, fremur höfð um hönd
fyrir siða sakir etiaf trúarþörf. Eg er að vona, að dreymi nokk-
ura vor á meðal um viðreisn heiðninnar, hugsi þeir til þessara
orða dr. Finns:
“Sjálf heiðnin, goöatrúin, bar banamein sitt í sér og hlaut að
falla fyr eða síðar, jafnskjótt sem nógu djarfur og duglegur
kristniboði kom til sögunnar.”