Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 20
210 “Ok þessu næst urÖu þau tíÖindi, er bezt hafa orðit hér á íslandi, at landit varð alt kristit, ok alt fólk hafnaði fornum á trúnaði.” Sennilega þarf hér ekki fleiri vitna viÖ úr þeirri átt. í Bókmentasögu sinni (i8gi, bls. 48J segir dr. Finnur Jóns- son: “Eftir aÖ kristnin var tekin í lög á íslandi (1000J og sú mildi og siÖbót, s'em hún hafði i för með sér, hafði smám saman gagn- tekið huga manna, fóru Islendingar að spekjast, víg urðu sjald- gæfari, alt líf manna miklu friðsamlegra; en einmitt fyrir þessa sök, var þessi tíð að voru áliti landsins bezta blómatið.” Um kosti hinnar fyrstu kristni á íslandi hefir einn fróðasti maðurinn í sagnfræði meðal íslendinga, dr. Jón J. Aðils, þetta að segja: “Þetta fyrirkomulag sem var á kirkjuskipuninni á fslandi í elztu tíð, er svo gerólikt því, sem var í öðrum löndum, að heita má að kirkjan hefði hér sérstakan blæ og sérstakt snið. íiún var í alla staði frjálsleg og þjóðleg og svaraði í sínu insta eðli nákvæm- lega til þjóðlífsins í heild sinni.” Hefir enginn nema eg heyrt kveða við annan tón í vitnisburði ýmsra, er tala í nafni trúarbragðanna, og frá sannsögulegu sjónar- miði um íslenzka kristni og kirkju? Eg held það sé ekki misminni mitt, að áherzlan hefir raunalega sjaldan verið á því, að kirkja vor hafi verið í alla staði frjálsleg og þjóðleg, er svaraði i sínu insta eðli nákvæmlega til þjóðlífsins í heild sinni.— Eitt er að slá um sig með staðhæfingum og stórum orðum. Annað og hollara er, að hafa óbrjálaða þekkingu á sögunni. Þá hefði heldur enginn, sem á grundvelli sögunnar vill byggja, hve heiðið sem hugarfarið kynni að vera, látið eftir sig þau orð, að það væri vafasamt hvort íslendingar hafi nokkurn tíma beðið þess bætur, að hafna heiðindómi og gerast lærisveinar Krists. En það hefir andstæðingum kristninnar og kirkjunnar skil- ist rétt, að kristnir kennimenn hafi fyr og síðar sett sín einkenni á hina sýnilegu kirkju til góðs eða ills. Hún ber vitanlega svip þeirra. Kostir þeirra og ókostir eru á henni sýnilegir. Það lög- mál nær einnig til íslenzkrar kristni og því ráðalt menn jafnan á garðinn, þar sem hann er lægstur. Með hnjóðsyrðum um presta og árás á kirkjuna á að vinna virki kristindómsins og sjálf- an Krist. Það er nútíðar aðferð manna, að koma Trójuhestinum inn fyrir múrana.— En sé þessi athugun rétt, þá ætti það að vera einhvers virði, að hlusta á dóm jafn kirkjulega óháSs manns, sem dr. Þorvaldur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.