Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 16
200 Sögurnar bera þess vott, að jafnvel Haraldur hárfagri var engir.n trúmaÖur á heiðna vísu. Á io. öld voru Noregs konung- ar flestir fráhverfir heiÖni. Eiríkur lét skírast nýkominn til Eng- lands. Hákon góði (935—61) tók trú. Haraldur gráfeldur og bræður hans tóku trú “brutu hof og spiltu blótum.” Er slíkir höfðingjar höfnuðu heiðni, smáhnignaði henni hjá þjóðinni norsku. Danmörk var þá kristin. Svíþjóð hafði tekið trú á 9. öld. Suðureyjar, írland og England höfðu kristnast, sem alkunna er. “Á Islandi lítur út fyrir að kæruleysið og trúleysið hafi verið enn meira og almennara en í Noregi,” segir dr. Finnur Jónsson, prófessor í norrænum fræðum við Kaupmannahafnar há- skóla ÓBókm.s. 14). — Landnáma segir um annan höfuð land- námsmann íslands: “Enn Hjörleifr vildi aldri blóta.” En son- arson Ingólfs, hins hornsteinsins í landnámi ættjarðar vorrar, Þorkell máni, var sá maðurinn, er í 'banasótt sinni “fal sik í hendi þeim guði, er sólina hafði skapat.”— Eg geri mér von um, að nokkur fleiri dæmi styðji málstað minn. Á þeim dæmum er enginn hörgull. Auknefni ýmsra land- námsmanna bera órækan vott um fráfall frá heiðinni trú í þann tíð. Um þá Hall goðlausa, son Helga goðlauss, segir Landnáma: “Þeir feðgar vildu eigi blóta.” Afi Bjarnar Hítdæla-kappa var auknefndur goðlauss. Kjalleklingar gerðu lítið úr helgi Þórsness. Um skirða og kristna menn getur víða. Örlygur gamli kom út úr biskupsfóstri í Suðureyjum. Flutti hann með sér kirkjuvið og gerði kirkju að Esjubergi, nálægt 100 árum fyrir kristnitöku þjóðarinnar. Segir sagan: “Margir frænd- ur Örlygs hölluðust að kristni þótt óskírðir væru.” Meðal afkom- enda hans var Eiríkur Grænlands biskup. Sagt er um sonarson Svartkels hins breska, að hann “baðst fyrir at krossi.” Margt landnámsmanna var frá Bretlandseyjum. Hæpið er að telja þá heiðna menn. Ýmsir báru auknefnið kristni. í heiðnum sið létu menn skírast til kristni og gerðu kirkju á bæ sínum. Unnar djúpúðgu minnast flestir. “Hún var ættstór, vel kristin og trúuð.” Hafði hún meS sér tuttugu karla frjálsa og annað lið. Ótrúlegt er að heiðnin hafi átt þar örugt fylgi. Ekki er sú tilgáta mín djarfari en sumar tilgátur vísindanna, að hinn fagri kærleiksþáttur i æfis'ögu Ingimundar gamla hafi fremur stafað frá kristindóminum en heiðinni trú. Félagi Ingi- mundar, Sæmundur, var suðureyskur maður og því í hið minsta kunnugur kristindóminum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.