Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 27
217 Lútersk kristni dregur sig ekki á tálar, meí5 því að gera lítiÖ ur synd mannanna, en hún gerir meira úr náð GuÖs og frelsi GuÖs barna i Kristi. í þeirri kristni er söfnuðurinn heilagt prestafélag, en sjálfur er Kristur æÖstipresturinn. Frelsarinn og frelsinginn eru vinir, bræður, samarfar. OrðiÖ er Guðs orð. Kirkjan er frá Kristi. Játning lúterskrar kristni verður aldrei lögmál. Verði eitt- hvað*lögmál, hættir það að vera játning. Siðabótaöldin gat af sér andlegt og þjóðlegt frelsi, og upp- fræðing almennings. Á þeim grundvelli stendur .siðabótar kirkj- an. Hún er enn kirkja skólanna, hlynt kristilegri mentun. Hún hlúir að viti og 'þekking, en tilbiður þó hvorugt. Ekki eltir hún hverja mannlega nýung. Fremur kýs hún ikirkjurnar fyltar heil- ögum anda, en af kenningarvindi kænna manna. Hún vill sýna fortíö og framtíð trúmensku. En málefni samtíðarinnar telur hún sér næst, og snýr sér hiklaust að úrlausn þeirra án mann- greinarálits. Ekki gengur hún á mála hjá mannlegri þekking, né því öðru, er kemur í bága við grundvöll hennar—Guðs orð. Hún varð til í baráttu við villulærdóma voldugra manna. Og dygg Drotni, dygg sannleikanum, dygg samtíð sinni, þorir hún enn að vera í minni hluta, þola, andmæli og álas, ef trúmenskan krefst þess. Fylgi meiri hluta mannanna telur hún ekki aðal atriði. Guð og hans vilji er henni alt. Ef orð guðlegrar opinberunar er and- stætt kenning eða stefnu, er lúterskur kristindómur þar einnig andstæður. Hiö mannlega er mælt á mælikvarða Jesú orða og eft- irdæmis. Hvað sem henni er borið á brýn, af þeim sem kunna að vera andlega húsVltir, er þetta andi og stefna kristindómsins og kirkju vorrar. — Hún er hvorki skuggi hins hverfandi hugarflugs nútímans, né steingerfingur hins umliðna og úrelta. Umboð henn- ar er hvorki frá yfirvöldum né alþýðu. Jesús Kristur er hennar Drottinn. Henni er annara um líf lærisveinanna, en deilur leið- toga. Hún er friðs'öm, en þó hugrökk. Klettur aldanna er henn- ar Gibraltar,—hennar frægð og hennar styrkur. Sem kristindóms stefna hefir hún reynt að eignast hjarta kristindómsins, eins og hann er í Kristi. Eins og góð móðir, gefur hún börnum sínum hjarta sitt. Hennar móðurarfur er: hjörtu er elska, hugs'kot er þekkja og hendur er starfa. — En hún er ekki í tölu þeirra, er hafa allar vörur sínar í auglýsinga glugga. Eins og lögmál lífsins og leit mannsandans, er hún engin nýung, en býst þó viö hærra aldri. Henni er ráðstafað frá eilífð og varir til heimsenda. Fyrir því eru Jesú orð. Á það bendir saga hennar og sigur ótvxrætt. Meðan Jesús er sannleikurinn og meðan kirkjan á þann sannleika.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.