Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 9
199 andans má þar finna í einni eða annari mynd. í þeim efnum er fátt nýtt undir sólunni. Einingarstefnan svo nefnda er t. d. frá annari öld. Á vorri tíð nefnast einingarmenn Únítarar. Ekki er þar því uin nýja andastefnu að ræða. Um einn leiðtoga þeirra i Rómaborg um byrjun 3. aldar er þess getiíS, að hann hafi haft meiri mætur á ritum Aristótelesar en á biblíunni. Og er ekki laust við að það minni á nútíðar-afstöðu sumra einingarmanna. Þá var og uppi flokkur manna andvígur kristindóminum. er nefndu sig Gnóstíka. Er nafnið dregið af grísku orði, er merkir þekking eða vizku. Eins og orð þetta bendir til, voru Gnóstíkar flokkur þeirra manna, er töldu sig spekinga. Þeir voru fræði- menn, eða töldu sig til þeirra, er fólu vantrú sína í vísinda-hjúpi, eða dulargerfi flókinna hugsana og stórra orða. Hófst sú stefna snemma á 2. öld, hvarf úr sögunni um tíma, en magnaðist aftur á miðöldunum og nefndist þá skólastefnan. Ýmsum mun þegar skiljast, aS arfþegi hennar sé sú andastefna, er vizkan, einnig meðal íslendinga, telur helzt við sitt hæfi. Kenning Gnóstíka var upprunalega austurlenzk tvíveldiskenn- ing. Viðfangsefn'i þeirra voru, meðal annara, uppruni heimsins og uppruni hins illa. Til voru þeir í því liði, er sömdu sjálfir rit, er komu þeim i stað heilagrar ritningar. Einn biskup þeirra kendi, að Gyðingdómurinn væri frá hinum góða Guði, en heiðindómur- inn frá hinum vonda guði. — Er að því vikið sökum þessa um- talsefnis. Myndi margt i andlegu lífi vor nútíðarmanna betur ráðast ef þeir kyntu sér rækilega sögu mannkynsins, einkum sögu manns- andans, í stað þeirrar fræðimensku, sem áreiðanlega er til og tignuð, er vex eins og undra njóli á einni nóttu—og visnar jafn fljótt. En deilur hafa reynst hin dygga félagsfylgja allrar mannlegr- ar starfsemi. Kirkjan, sem öðru fremur hefir reynt að gera ófrið útlægan úr sambúð manna, hefir sjálf kent á því óeiningaroki. Og vitanlegt er, að líf íslendinga hefir ávalt verið einna auðugast af ófriði. Venjulega hugsum vér flestir um það sem arf frá heið- inni víkingaöld, Landnám íslands var styrjaldar-afleiðing. Trú- in kristna var boðuð íslendingum af víkingum — að undanteknum Friðriki biskup. Sumir trúboðanna kunnu 'betur til mannvíga, en þeir kunnu náðarboðskap hins krossfesta. Segja má, að trúboðið var flutt íslendingum með oddi og egg. Andstæðingar kristninn- ar á vorri tíð hafa einatt talið kristninni til útgjalda grimd Ólafs Tryggvasonar og vígaferli Þang-Brands, þegar þeir sjálfir hafa brýnt beitta egg orða sinna gegn erindi Krists. Sú tilhneiging er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.