Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 18
208 Rétt mun þa8 athugaÖ, a8 á íslandi var mikiS af tápi í heiðn- um sið. Manna sí'ðastur vildi eg kasta rýrð á frægðarorð feðra rninna. En skilningsgott skáld og nútíðarmaður, þaullesinn um forna tíð, kvað : “Táp og fjör og frískir menn, finnast hér á landi enn.” Tápið var engin séreign heiðninnar,—eða trúarbragða. Gyðingar yfirunnu heiðnar þjóðir. Enginn má heldur gleyma því, að það er annað og fleira en Ásatrúin, er óf karlmensku í eðli íslendingsins. Lifnaðarhættir, lífskjör og landið sjálft, var holl- ur lífsskóli á landnámstíð íslendinga. Þó geng eg þess- ekki dul- inn, að Ásatrúin, sem í insta eðli sínu var orustu og víga trú, er krafðist hefnda eða fébóta fyrir allar mótgerðir, ól upp frækna menn í þeim sökum. Fremur er það þó hið dýrslega en hið drengi- lega er oft verður efst á baugi. — Njálsbrenna er eitt blómið á ]>eirri heiðindóms menning, þótt landið væri þá nafn kristið. Og einhvern veginn hafa mér orðið minnisstæðari en vígaferli og bar- dagar, frásögurnar um Ingimund og Þorkel mána, er eg hefi þeg- ar vikið aÖ, um umburðarlyndi Ásólfs, trúmensku Unnar, friðar- fórn Síðu-Halls og trúarsigur Ásdísar á Bjargi. Og þótt sanna megi að kristindómurinn, er banuar víg en boðar frið og kærleika, sé enn fjarlægur hugsjón sinni og heilögu fyrirmynd, og þó það brenni við hjá okkur játendum hans, sem mælt er um göfugan landnámsmann, að hann hafi hvorki verið vel heiðinn né rétt kristinn, þá er eg sannfærður um, að óaflátan- leg trúareyðing, er vér búurn við, og afturhvarf til heiðni, er í ætt við þá lækninga aðferð, er ráða vildi bót á sjúknaði mannsins með því að taka hann af lífi. Ekki er heldur kenningin um óbætanlega hnignun á þreki og hag íslenzkrar þjóðar við kristnitökuna, bygð á sögulegum grund- velli, fremur en það, sem þegar er athugað. Kostir heiðindóms- ins festu aldrei rætur á íslandi. — Með þeim ummælum er því þó ekki neitað, að á íslandi hafi verið blótmenn miklir og mann- blót tíðkuð. Flóamanna saga getur manns, er fór þriðja hvert ár til Noregs, til blóta á stöðvum feðra sinna. En þvarr karhnenska Kjartans við kristnitökuna? Hnignaði andlegt þrek Snorra goða þótt hann tæki trú ? Dró kristindómurinn úr táij Ásdísar, móður Grettis? Sjálfur hélt Grettir vel trú sína. Ormur Stórólfsson var trúmaður, en þó engin skræfa. Skarphéðinn hvorki grét né heldur óvirti hann krossinn, er hann brendi á bak og brjóst í eldinum. Leifur Eiríksson sigldi höfin þótt hann tæki trú. Enginn kyrking- ur var í karlmensku Gunnlaugs ormstungu, er þó var alinn upp i kristnum s'ið. Halldór Snorrason var talinn fullgildur er hann sagði frægðarsögur sínar á alþingi. Stefnir Þorgilsson, einn trú-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.