Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 28
2l8 blygÖast hún sín ekki fyrir aldur sinn né örvæntir þess sigurs, er varir um aldur og æfi. —GlamuryrÖi vor mannanna gegn kristindómi og kirkju, eru sem rykiÖ á þjóðveginum. En það er ekki s'jálfur vegurinn, er hjálpar oss heimleiðis — og heim. Einn af landnámsmönnum íslands var norrænn konungsson, heitinn Geirmundur og auknefndur heljarskinn. Geirmundur hrökk fyrir ofríki Haralds konungs til íslands. Bjó hann til elli þar sem hét á Geirmundarstöðum. En svo segir Sturlunga saga, að “sá var einn hvammr í landi Geirmundar, at hann kvaðst vildi kjósa burt úr landinu, ef hann mætti ráða, ok mest fyrir því, at sá er einn staðr í hvamminum, at ávalt er ek lít þangat, þá skrámir ljós í augum mér, er mér verðr ekki at skapi, ok þat ljós er ávalt yfir reynilundi þeim, er þar er vaxinn einn saman undir brekk- unni. O'k þat fylgdi, ef nokkut sinn varð búfé hans statt í hvamminum, þá lét hann ei nytja þat þann dag.”— Bætir sagan því við, að nótt eina gengur búsmali Geirmund- ar í hvamminn. Er smalamaður reis og varð þess áskynja, óttað- ist hann heljarskinnið húsbónda sinn. Reif hann sér vönd úr reynirunninum og keyrir féð heimleiðis. En Geirmundur var þeg- ar á fótum, þekti hvaðan reynivöndur sá var, hleypur á smala- mann og ber. Lét hann brenna reynivöndinn, reka búsmala til haga og mjalta ekki. En í hvammi þeim, þar sem reyniviðurinn óx, “stendur nú kirkjan at Skarði,” segir Sturlunga. í hinu andlega landnámi íslendinga ber enn á arfþegum Geir- mundar, er svipað fer sem honum, verði kristindómurinn á vegi þeirra. Hann er þeim hvammurinn, er þeir kysu úr landeign sinni, “úr landinu,” mætti þeir ráða, þvi þaðan skrámir þeim ljós í augu, sem þeim er berlega sízt að skapi. Búsmali slíkra má ekki koma í námunda við þann hvamm. Málnytin ónýtist. Smalinn verður fyrir meiðslum og hrakningi, og reyniviðinn verður að brenna. En þegar styrjaldar saga þjóðar vorrar er loks öll, mun hún enda sem þessi þáttur: Þar stendur nú kirkjan að Skarði.— Davíðs-sálmar. í tilefni af grein, sern birtist í febrúarjblaði Sam. siSastliðinn vetur og hét verðlaunum fyrir best ritaðar greinar um einhverja bók

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.