Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 12
202 veri<5 að mestu hlutlaus um andlegar deilur þjóðbræðra minna. Eg hefi hvorki gert blöt5 þeirra né rit að Brávelli. Eg hefi ekki viljandi ýtt mönnum saman í orrahríð. En eg hefi þó ekki, af ásettu ráði, afneitað trú minni né þjóðerni rnínu. Eg hefi heldur ekki vísvitandi hallað réttu máli, það lítið eg hefi til þeirra lagt, til stuðnings mínum málstað. Og þessi orð eru þá ekki heldur borin fram af deilugirni. Því síSur eru iþau flutt af kala er eg beri til einstaklinga né flokka. En eg tel mig eiga það hjá þeim mönnum, er árum saman hafa talað og ritað um þau efni, sem mér eru helg áhugamál, er auk þess telja sig mér frjálslynd- ari, að eg fái óátahnn og án þess að hneyksla slíka, bent á örfátt, er eg tel mig hafa komið auga á til málsbóta kristindómi og kirkju, er beitt hafa verið því kverkataki, er seint mun fyrnast. En hvort mér tekst að leiða nokkurn slíkan andstæðing kristindónisins í kirkju, eða orðum mínum verður af þeim snúið í andúð, er ekki einvörðungu undir mér komið. Oft er eg mintur á þessi orð Shakespeares, er hann leggur Shylock í munn: “Eg sver það við sál mína, sá kraftur er ekki til í tungu manns, að hann snúi mér.” Áreiðanlga hefi eg rekið mig á eitthvað náskylt þessu, víðar og nær oss en í skáldskap Shakespeares. Fyrir fjórum árurn flutti eg erindi á kirkjuþingi. Skömmu síðar var það gert að opinberu umræðuefni. Var mér borið að hafa sagt: “að trúarlíf íslendinga hafi verið hlífiskjöldur þess bezta hjá íslenzku þjóðinni.” — Ekki virtust nú þessi orð mín gífurleg og naumast óeðlileg, er eg gerði vígslubiskup og mesta sálmaskáld fslands, er nú lifir, að umtalsefni. En þó varð að mótmæla þessurn orðum, og urðu þau orsök langrar og svæsinn- ar vantrúar-ádeilu. Rlaunar voru þessi orð ekki mín orð. Eg hafði sagt að “kristindómur íslendinga og kirkja þeirra, hafi ávalt verið stórveldin í lífi þeirra.” Og það var þetta, sem þurfti að mótmæla. Einhverja sögulega gein reyndi eg þá að gera fyrir þessum ummælum. En fram hjá þeim var gengið, en hinar venju- legu fullyrðingar fluttar í þess stað. — Fór hér sem til forna, er Steinunn boðaði Þang-Brandi heiðni. Þó lít eg svo á, að fremur mætti vænta þess á io. öld, rneðan fsland var að mestu heiðið, en á meðal íslendinga á 20. öldinni.— Meðal andmælanna get eg hér um þessi orð: “Um leið og íslendingum var boðaður suðrænn náðarboð- skapur í stað norræns hetju- og manndómsanda, þá dofnaði yfir þeim. Þá hvarf þeim framkvæmdaþrekið, þá hættu siglingar, þá lagðist aðgerðarleysið og suðrænn gufu-hugsunarháttur, sem mar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.