Fréttablaðið - 28.03.2011, Síða 1

Fréttablaðið - 28.03.2011, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 VÍSINDI Ferskvatnsinnihald sjávar í Norður-Íshafinu hefur aukist um tuttugu prósent síðustu tvo áratugina. Þetta hafa vísindamenn við Alfred Wegener stofnunina í Þýskalandi staðfest með rann- sóknum sínum, sem þeir skýra frá í tímaritinu Deep-Sea Research. Fari svo að ferskvatnsríkur sjór berist suður yfir í Norður- Atlantshafið gæti það haft áhrif á Golfstrauminn, sem ber hlýj- an sjó hingað norður til Íslands. Afleiðingin yrði sú að hér á landi og víðar á norðurslóðum myndi kólna mjög. „Enn sem komið er telja vís- indamenn flest benda til þess að þetta sé bundið í hringstreymi í Norður-Íshafinu og ekkert á leið- inni að fara þaðan út,“ segir Héð- inn Valdimarsson haffræðingur. Hann segir þetta aukna fersk- vatnsinnihald í Norður-Íshafinu þó varla koma á óvart, því undan- farin ár hafi ísbreiðan þar minnk- að mjög vegna bráðnunar, sem almennt sé talin stafa af hlýnun andrúmsloftsins. Ferskvatnið er léttara og þar af leiðandi ofar í hafinu en saltríkari straumar sem berast að sunnan. Vísindamenn hafa undanfarið haft nokkrar áhyggjur af því að aukið ferskvatnsinnihald í Norður- Atlantshafinu, einkum þá ef Græn- landsjökull bráðnar, verði til þess að Golfstraumurinn hætti að bera hlýindin hingað norður eftir. - gb ATVINNUMÁL Atvinnuleysi meðal útlendinga er töluvert meira en meðal Íslendinga. Á sama tíma komast margir ekki til heima- lands síns þar sem þeir eru rétt- lausir, og velja frekar að dvelja á Íslandi á bótum. Árið 2007 var atvinnuleysi á meðal útlendinga lægra en Íslendinga. Þegar atvinnuleysið náði hæstu hæðum í mars og apríl 2009 var það fjórtán pró- sent meðal útlendinga en níu pró- sent á meðal Íslendinga. Út frá áætlun VMST um fjölda á vinnu- markaði er það nú um 13,5 pró- sent, en rúm sex prósent meðal Íslendinga. Árið 2007 voru tuttugu þúsund útlendingar á vinnumarkaði. Tæpur helmingur þeirra var Pól- verjar. Árið 2006 voru þrettán Pólverjar á atvinnuleysisskrá en í lok febrúar síðastliðnum voru alls 2.375 erlendir ríkisborgarar án atvinnu, þar af 1.428 Pólverjar, eða 61 prósent þeirra útlendinga sem þá voru á skrá. Af Pólverjum eingöngu var atvinnuleysið 19,5 prósent að meðaltali árið 2010. Gerður Gestsdóttir, ráðgjafi hjá VMST og áður Alþjóðahúsi, segir það sorglegt hversu margir útlendingar komast ekki heim. „Ef þeir færu hefðu þeir enga framfærslu. Það er því illskárra að hanga hér á bótum, vonlítill um að fá vinnu og við ömurlegar félagslegar aðstæður, en að fara heim og fá ekki neitt.“ Félagsvísindastofnun komst að því í janúar að tæpur helming- ur allra þeirra sem þáðu matar- aðstoð hjá hjálparsamtökum í nóvember voru Pólverjar. Þeir voru nær allir atvinnulausir, eða níu af hverjum tíu. - shá / sjá síðu 12 Mánudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is 28. mars 2011 72. tölublað 11. árgangur Pólverja á Íslandi voru að meðaltali atvinnulaus á síðasta ári. 19,5% Enn sem komið er telja vísindamenn flest benda til þess að þetta sé bundið í hringstreymi í Norður-Íshafinu. HÉÐINN VALDIMARSSON HAFFRÆÐINGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Linda Laufey Bragadóttir, hundaræktandi og innanhússarkitekt, fer óvenjulegar leiðir: Sérútfærsla af M-sófanum frá Módern var smíðuð í tilefni af HönnunarMars. Hann kostar 350.000 og rennur allur ágóði af söl- unni til styrktar Krabbameinsfélaginu. Sófinn er til sýnis í Módern að Hlíðarsmára 1. Þ egar Lindu Laufey Braga-dóttur innanhússarki-tekt varð ljóst að tíkin Mæra, sem er íslenskur fjárhundur, var hvolpafull ákvað hún að útbúa bæli sem héldi vel utan um litlu fjölskylduna. „Ég fór á stúfana til að sjá hvað væri í boði og sá fljótt að þetta yrði heil-mikill kostnaður þótt ég reyndi að gera þetta ódýrt. Ég ákvað því að vanda til verks og fá mér kassa sem ég gæti þá átt fyrir framtíðargot,“ segir Linda. Sérsmíðað hvolparúm 2Söluaðilar.: Járn og gler - Garðheimar - Húsasmiðjan www.weber.is Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan www.weber.is FASTEIGNIR.IS13. TBL. Fasteignamarkaðurinn ehf. hefur til sölu fallegt, vandað og vel skipulagt parhús á tveimur hæðum í Vættaborgum í Grafarvogi. H úsið er 174 fm að stærð á tveimur hæðum með inn-byggðum 27,4 fm bílskúr, og stendur á fallegum útsýnisstað. Forstofa er flísalögð og með fata- skápum en þaðan er innangengt í bílskúr. Holið er parkettlagt og gestasalerni flísalagt. Eldhúsið er stórt, flísalagt og með góðri borð- aðstöðu. Innréttingar eru úr kirsu- berjaviði með flísum milli skápa. Stofur er tvær, parkettlagðar og með útgengi á verönd, þaðan er fallegt útsýni út á sjóinn og að Eskjunni. Á efri hæð er komið á stiga- pall með útgengi á stórar svalir til austurs. Fallegur þakgluggi er yfir stiganum milli hæða, en stig- inn sjálfur er steyptur og parkett- lagður m ð f ll h skápur í öðru þeirra. Hjónaher- bergið er stórt, parkettlagt og með fataskápum á heilum vegg. Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi með góðum gluggum. Þar er rennandi heitt og kalt vatn er í bíl- skúr auk geymsluaðstöðu. Húsið er í góðu ástandi og lóð frágengin. Tvær verandir eru við húsið og sú er í til ð Með útsýni til Esjunnar Parhúsið er á tveimur hæðum, 174 fm með innbyggðum 24,7 fm bílskúr. ...kynnir með stolti nýja starfsmenn! Sveinn Eyland GarðarssonKristberg hefur 11 ára reynslu af fasteignasölu, m.a. sem sölustjóri á Hóli. sími 892 1931 kristberg@landmark.is Sveinn hefur áralanga reynslu af fasteignasölu og hefur lokið námi til löggildingar fasteignasala. sími 690 0820, sveinn@landmark.is Eggert kemur úr körfuboltanum og veit að góður liðsandi skiptir öllu máli. Eggert var sölumaður hjá DHL í 6 ár. sími 690 1472, eggert@landmark.is Kristberg Snjólfsson Eggert Maríuson Sími: 512 4900 28. MARS 2011 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSIMeira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni meira úrval Þú f ð i Vönduð hljóðlát uppþvottavél með 5 þvottakerfum þ.á.m. pottakerfi og hraðkerfi. Fullt verð kr. 119.900 GILDIR MÁNU DAG & ÞRIÐJ UDAG Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is 48 TÍMA OFURTILBOÐ 79.900 Verð kr. 40.000 SPARAÐU KRÓNUR Atvinnuleysið mælist mest meðal erlendra ríkisborgara Nær 20 prósenta atvinnuleysi er á meðal Pólverja á Íslandi. Árið 2006 voru 13 Pólverjar atvinnulausir en 1.428 í síðasta mánuði. Hópur útlendinga framfleytir fjölskyldu í heimalandinu á bótum. Heima eru þeir réttlausir. Annað tækifæri Nótt, lag Jóhönnu Guðrúnar, hefur verið valið til þátttöku í hliðar- Eurovisionkeppni í Svíþjóð. fólk 30 REIÐ TIL STYRKTAR KVENNADEILD Nadia Katrín Banine var meðal þeirra sem kepptu á opna hestamannamótinu Lífstölti í gærdag. Mótið var haldið til styrktar Kvennadeild Landspítala. Nadia keppti í hópi byrjenda á tæplega átta vetra hryssu, Glaðvöru frá Hamrahóli, en mótið fór fram í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL ASÍ og Samtök atvinnu- lífsins vilja að stjórnvöld gefi fyrirheit um aðgerðir til að örva hagkerfið og breytingar á lífeyris- kerfi opinberra starfsmanna svo ljúka megi gerð kjarsamninga. „Það hefur verið ljóst að erfið- asti hjalli þessara viðræðna væri með hvaða hætti aðkoma stjórnvalda yrði,“ segir Gylfi Arnbjörns son, forseti ASÍ. „Markmiðið núna er að klára þetta fyrir næstu helgi,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda stjóri SA. Samtökin krefjast aðkomu að gerð frum- varps um breytingar á fiskveiði- stjórnuninni. Vilhjálmur segir ekkert hreyfast í þeim efnum. Kjarasamningarnir geti strandað á málinu. „Það er alveg eins lík- legt,“ segir hann. SA hefur boðið launahækkun upp á 7 til 8 prósent á þremur árum. „Við höfum algerlega hafnað því,“ segir Gylfi. „Eftir því sem tölurnar eru lægri, þess líklegra er að við séum að tala um kaupmáttaraukningu,“ segir Vil- hjálmur. - gar / sjá síðu 6 Kjaraviðræður á lokaspretti: Vilja samninga um næstu helgi Ferskvatnsinnihald sjávar hefur aukist hratt í Norður-Íshafinu: Gæti haft áhrif á Golfstrauminn SNJÓKOMA eða slydda um landið norðan- og austanvert en úrkomu- lítið sunnanlands. Hæg breytileg átt og hiti í kringum frostmark norðan til en allt að 6 stiga hiti sunnanlands. VEÐUR 4 4 1 2 0 6 Læknir situr fyrir Elmar Johnson læknanemi sinnir fyrirsætustörfum í New York í sumar. fólk 30 Einstök byrjun Stefán Logi Magnússon var hetja íslenska landsliðsins á Kýpur. sport 24

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.