Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 8
28. mars 2011 MÁNUDAGUR8 FÓLK „Ég fann að mig langaði að prófa að skrifa bók fyrir börn en spurning sonar míns, sem ég gat ekki svarað, varð kveikjan að sög- unni,“ segir Guðmundur Sverrir Þór, doktorsnemi í hagfræði og höfundur nýrrar barnabókar, Sjandri og úfurinn, sem kom út um miðjan marsmánuð. Guðmundur er doktors - nemi í hagfræði við sænska landbúnaðar háskólann í Uppsöl- um og starfar sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu meðfram nám. Hann segist jafnvel sjá fyrir sér að skrifa jöfnum höndum um hag- fræði og sögur fyrir börn á næst- unni. Barnabókin, sem er hans fyrsta, verði líklega ekki sú síð- asta. „Ég er með aðra bók í smíðum þar sem sögupersónan verður áfram hinn fróðleiksfúsi gamli Sigurjón Andri, eða Sjandri. Hann spyr spurninga sem í fyrstu líta út fyrir að vera auð- svarað en það kemur svo á dag- inn að svörin liggja ekki í augum uppi. Sjálfur keppti ég í liði míns gamla menntaskóla í spurninga- keppninni Gettu betur og það ergði mig svolítið að hafa ekki svar á reiðum höndum við ein- faldri spurningu sonar míns – til hvers úfur væri. Leit mín að svarinu varð til þess að mér datt í hug að skrifa barnasögu þann- ig að það má segja að sonur minn hafi veitt mér innblástur.“ Bókina skrifaði Guðmund- ur árið 2007 en gaf hana ekki út strax, þar sem leit að myndskreyti fyrir söguna varð lengri en hann hélt. „Það endaði á því að fyrrver- andi vinnufélagi minn, Andrés Andrésson, gerði teikningar sem pössuðu vel við söguna og þá lá beint við að koma henni út. Jú, ég hugsa að það sé óvenjulegt að hagfræðingar skrifi barnabækur en ég hef aldrei séð annað fyrir mér en að starfa við skriftir, og þá alveg eins bókaskrif eins og blaðaskriftir.“ juliam@frettabladid.is Jú, ég hugsa að það sé óvenjulegt að hag- fræðingar skrifi barnabækur en ég hef aldrei séð annað fyrir mér en að starfa við skriftir. GUÐMUNDUR SVERRIR ÞÓR SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 150 REYKJAVÍK Sjúkratryggingum Íslands hefur verið falið að endurgreiða kostnað sjúkratryggðra sem dvöldu á sjúkrahótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Teljir þú þig eiga rétt á endurgreiðslu vegna dvalar á sjúkrahótelinu á þessu tímabili hvetjum við þig til að senda rafræna umsókn þess efnis, sem finna má á vef stofnunarinnar www.sjukra.is, eða hafa samband við þjónustu- miðstöð í síma 515-0000. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2011. Átt þú rétt á endur- greiðslu vegna dvalar á sjúkrahóteli? www.sjukra.is Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is 16-25 ára - Ofþyngd / Offita Heilsulausn 1 - Hentar ungu fólki, 16-25 ára, sem glímir við ofþyngd, offitu og/eða einkenni frá stoðkerfi Stelpur: Þri og fös kl: 16.30 Strákar: Þri og fös kl: 17.30 Átta vikur – takmarkaður fjöldi Hefst 4. apríl – Kynningarverð kr. 44.000 Að námskeiðinu standa íþróttafræðingur, hjúkrunarfræðing ur, næringarfræðingur og sálfræðingar! Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á heilsuborg@heilsuborg.is ÞJÓÐMÁL Stuðningsmenn þess að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði hafa myndað baráttuhóp sem þeir kalla Áfram-hópinn. Að sögn forsvarsmanna er hópur- inn skipaður fólki af öllum stigum samfélagsins sem á það sammerkt að telja að þótt kostnaður geti hlot- ist af Icesave-samningnum sé hann léttvægur í samanburði við ávinn- inginn sem hljótist af því að koma atvinnulífinu af stað. Lykillinn að því sé að ljúka Icesave-málinu. Björn Brynjúlfur Björnsson, tals- maður hópsins, segir í samtali við Fréttablaðið að mestu skipti að fólk kynni sér málið vel og taki ígrund- aða afstöðu í framhaldinu. „Það er okkar trú að þeir sem fari vel ofan í málið muni frekar segja já.“ Björn segir hópinn hafa fengið mjög góð viðbrögð frá því að þau komu fram. „Það er eins og hafi opnast flóð- gátt og fólk er ánægt með þetta átak. Svo sýnir líka könnun Capa- cent að nú er að draga aftur í sund- ur með fylkingum og fylgi við samninginn meðal almennings er að aukast.“ Björn segir að á næstunni muni hópurinn leggja mest upp úr að ræða við fólk um málið og taka þátt í umræðunni. - þj Fylgismenn samþykktar Icesave-laga mynda Áfram-hópinn: Skiptir mestu að kynna sér málið 1 Hver hefur yfirumsjón með klæðaburði Vina Sjonna í Eurovison? 2 Hver vann keppnina Fyndnasti Verzlingurinn á dögunum? 3 Elizabeth Taylor vann til tvennra Óskarsverðlauna. Fyrir hlutverk í hvaða myndum? SVÖR Hagfræðingur svarar syni í bók fyrir börn Guðmundur Sverrir Þór, doktorsnemi í hagfræði, er höfundur nýrrar barnabókar, Sjandri og úfurinn, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Önnur bók um Sjandra litla er í smíðum hjá hagfræðingnum. SEGJA JÁ Áfram-hópurinn er myndaður af fólki sem telur Íslandi best borgið með því að samþykkja Icesave-lögin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Ragna Sigurjónsdóttir 2. Margrét Björnsdóttir 3. Myndirnar eru Butterfield 8 og Who´s is afraid of virginia woolf? Peningakassa stolið Brotist var inn á verkstæði á Flöt- unum í Garðabæ um hádegisbilið í gær. Peningakassa með hundrað þúsund krónum var stolið. Þjófurinn komst inn á verkstæðið um glugga á hlið hússins. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR Range Rover brann Range Rover jeppi brann til kaldra kola í Hveragerði um klukkan sex í gærmorgun. Eldsupptök eru ókunn en bíllinn er gjörónýtur. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Unglingar sendir heim Í kringum tuttugu unglingum var vísað út af skemmtistaðnum Re-Play á laugardagskvöld. Þeir reyndust allir vera undir lögaldri. Að auki hafði lög- reglan afskipti af tveimur minniháttar líkamsárásum, annarri í miðbænum og hinni í Grafarvogi. FEÐGAR LESA SAMAN Guðmundur Sverrir Þór ásamt syni sínum Jóni Þórarni. Guð- mundur Sverrir sendi nýlega frá sér barnabókina Sjandri og úfurinn. SAN FRANCISCO, AP Hinn 43 ára Maurice Caldwell, sem setið hefur í fangelsi í Kaliforníu í 21 ár, hefur verið látinn laus. Sakfellingardómi hans var snúið við á síðasta ári. Saksóknarar vildu láta rétta yfir Caldwell aftur en dómari úrskurð- aði á föstudag að hann skyldi látinn laus þar sem sönnunargögn- um hefði verið eytt. Dómari árétt- aði að Caldwell skyldi njóta rétt- látrar málsmeðferðar. Caldwell var sakfellwdur fyrir morð á Judy Acosta og fjölskylda hennar trúir enn að Caldwell sé sekur. - mmf Sakfellingardómi snúið við: Sat saklaus í fangelsi í 21 ár VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.