Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 28. mars 2011 21 Save the Children Iceland … að tryggja börnum sem búa við heimilisofbeldi stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Nýleg skýrsla Barnaheilla – Save the Children á Íslandi leiddi í ljós að úrræðin eru ófullnægjandi. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga sem skrifuðu undir áskorunina á www.verndumborn.is. Það er á ábyrgð okkar sem samfélags að bregðast við ef minnsti grunur er á að barn búi við óeðlilegar uppeldisaðstæður. Ekkert barn á að alast upp við heimilisofbeldi Þúsundir skora á yfirvöld … Birting ágrips vegna töku hlutabréfa Össurar hf. til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland Laugavegur 182 IS 105 Reykjavík - Iceland Sími/Tel: +354 525 2800 NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur birt ágrip vegna töku hlutabréfa Össurar hf. (kt. 560271-0189) til viðskipta í dag, mánu- daginn 28. mars 2011. Ágripið er á ensku og var birt í markaðstilkynningu þann 25. mars 2011, sem nálgast má á heimasíðu Kauphallarinnar: http://www.nasdaqomxnordic.com/Frettir/Markadstilkynningar/iceland/ Heildarfjöldi hluta í Össuri hf. er 453.750.000. Allir hlutir eru í einum flokki og jafnréttháir. Viðskipti með hlutabréf Össurar hf. verða sem fyrr í íslenskum krónum og eru þau gerð upp með sama hætti og áður í gegnum Verðbréfaskráningu Íslands hf. Reykjavík, 28. mars 2011, NASDAQ OMX Iceland hf. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. Leikhús ★★★★ Strýhærði Pétur eftir Julian Crouch & Phelim McDermott Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Halldóra Geirharðsdóttir, Þórir Sæmundsson, Halldór Gylfason, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hallur Ingólfsson Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: Thorbjörn Knudsen Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Þýðing, tón- listarstjórn, útsetningar: Hallur Ingólfsson Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Mikið er nú gaman í leikhúsi þegar það er gaman! Við sem ólumst upp með litla kverið um Struwwelpeter, eitt- hvert merkasta uppeldiskver nítjándu aldar og lengi fram eftir þeirri tuttugustu, fundum hvernig gömlu hryllingsmyndirnar komu aftur upp í hugann. Borgarleikhúsið býður upp á mikið ævintýri í Litla salnum. Á föstudaginn var þar frumsýning á heillandi hryllingssöngleik sem byggir á litlu barnabókinni um Strýhærða Pétur (sem ég held að hafi aldrei verið þýdd á íslensku) leiknum á sex litlum sviðum meðan áhorfendur stóðu þar sem leikarar eru vanir að sýna listir sínar. Á einu sviðanna er hljómsveit sem með söng og hljóðfæraleik kynnir okkur fyrir þeim pers- ónum sem koma við sögu á hinum sviðunum. Myndskeiðið þegar hinn grimmi kemur og klippir puttana af óþekka stráknum sem getur ekki hætt að totta á sér fing- urna er ein af þessum klassísku barnamyndskreytingum sem allir þekkja. Allir vilja eignast börn og gott heimili, en börnin verða að vera góð! Þau sem hætta að borða deyja úr hungri. Þau sem vega á stólnum, rífa í dúkinn og ryðja öllum borðbúnaðinum með sér í gólfið fá hnífapörin í búkinn og deyja. Þau sem sjúga á sér fing- urna eða klippa ekki á sér negl- urnar missa fingurna og þeim blæðir út. Þau sem eru ekki þakk- lát þegar foreldrarnir ofdekra þau með gjöfum, ja þeim er hreinlega bara stútað og þau sem leika sér með eldspýtur brenna inni. Öfga- fullur og hnyttinn boðskapur læknisins Hoffmans sem 1845 skrifaði bókina í ljóðaformi og færði syni sínum í jólagjöf fór sigurför um álfuna og nú fyrir nokkrum árum dustaði hljóm- sveitin The Tiger Lillies rykið af heftinu og samdi óperusýningu sem unnið hefur til margra verð- launa. Hallur Ingólfsson þýðir hér verkið og leiðir tónlistarmennina. Hilmir Snær Guðnason birtist í líki hins grimma sem jafnframt segir söguna og er eins konar kynnir í verkinu um leið og hann er áhrifavaldur. Í upphafi stafaði nokkur ógn af þessari persónu en svo var eins og hann mildaðist og varð eitthvað svo ofurvenjulegur þegar á leið. Halldóra Geirharðs- dóttir leikur eiginkonu sem bíður eftir barni og vonar og þráir og eiginmann hennar leikur Þórir Sæmundsson. Þetta eru mjög stíl- færðar persónur, ýktar eins og barokkdúkkur. Þórir átti góða spretti og ekki klikkaði Halldóra frekar en fyrri daginn. Hinn verð- andi faðir gat ekki sagt bókstaf- inn err og því varð auðvitað biðin eftir stolkinum og ánægjan með Pétul til þess að kitla hláturtaugar áhorfenda. Öll umgjörðin er í einu orði sagt heillandi og ekki síst hin fallegu tjöld fyrir hverju sviðs- opi. Það er leikið uppi og niðri og í agnarlitum ramma fá pínu- litlar handbrúður að segja okkur söguna af hrekkjusvínunum sem stríða svarta barninu og detta svo oní tunnu og verða sjálf svört, í gluggum birtast viðvörunar- myndir gráts og drykkju og litlu hérarnir sem skoppa um og þau Halldór Gylfason og Kristín Þóra Haraldsdóttir ljá lífi eru ferlega fyndnir. Leikarar voru allir góðir og vakti vitaskuld athygli hvernig þessi hæfileikahópur stökk til og skellti sér á hvaða hljóðfæri sem var, Dóri á kontrabassa og Þórir á gítar milli þess sem þeir þeytt- ust milli sviða og hlutverka. Söng- konan sem jafnframt stökk í ýmis hlutverk, Kristín Þóra Haralds- dóttir, var heillandi. Það sem er kannski akkilesar- hæll sýningarinnar er hvernig hún hálf dettur niður í millikynn- ingaratriðum fyrir utan að það er ákveðið álag að standa í 75 mín- útur en með því að dilla sér við undirleik frábærar hljómsveitar jafnast álagið á skrokkinn, fyrir svo utan að ungviðið sem á eftir að sjá þessa sýningu er fært um að leggjast á gólfið og væri ekki úr vegi að skipa öllum úr skónum og hafa hreinlega dýnur á áhorf- endasvæðinu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Hvernig væri nú að þýða bókina? Heillandi sýning! Bláðum kemul stolkulinn! STRÝHÆRÐI PÉTUR Verkið var frumsýnt á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu á föstudags- kvöld. Strýhærði Pétur er margverðlaunuð ruslópera úr smiðju hljómsveitarinnar Tiger Lillies sem hefur farið sigurför um heiminn á síðustu árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.