Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 6
28. mars 2011 MÁNUDAGUR6 Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið. MASTERCARD KREDITKORTUM FJÖLBREYTT ÚRVAL AF LEITAÐU TIL OKKAR – VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGARNIR kreditkort.is | Ármúla 28 ÁFRAM er hreyfi ng einstaklinga sem telja hagsmunum Íslands best borgið með því að Icesave-lög Alþingis (lög nr. 13/2011) haldi gildi sínu. Auglýsingar og annað starf hreyfi ngarinnar eru greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. ÁFRAM - Laugavegi 3 - 101 Reykjavík - afram@afram.is Ég tel…ólíklegt að við mundum vinna dóm smál vegna Icesave. … Þ að er því heildarmat m itt að ekki sé rétt að h afna og segja nei við þe ssum samningi. „ “ Siv Friðleifsdóttir, a lþingismaður Alþingi 16. febrúar 2011 www.afram.is Já er leiðin áfram! SUÐUR-KÓREA, AP Rauði kross- inn segir að stjórnvöld í Suður- Kóreu hafi samþykkt að senda 27 Norður-Kóreubúa aftur til síns heima. Staða 31 Norður-Kóreubúa hafði verið óljós í um mánuð eftir að bát þeirra rak upp að ströndum Suður-Kóreu í byrjun febrúar. Stjórnvöld óskuðu eftir skip- verjarnir yrðu sendir aftur til Norður-Kóreu. Suður-Kórea hefur tekið við yfir tuttugu þúsund Norður- Kóreubúum sem flúið hafa land frá 1953. - mmf Staðan í Norður-Kóreu er ljós: Skipverjar fá að fara aftur heim ÞÝSKALAND, AP „Við höfum tryggt okkur sögulegan kosningasigur,“ sagði Winfried Kretschmann, leið- togi Græningja í þýska sambands- landinu Baden-Württemberg, í gær. Útgönguspár sýndu að Græn- ingjar hafa tvöfaldað fylgi sitt og fengu 24 prósent atkvæða í kosn- ingunum. Sósíaldemókratar töp- uðu nokkru fylgi, en fengu þó rúm 23 atkvæða, sem gerir þessum tveimur vinstriflokkum kleift að mynda landsstjórn. Kristilegir demókratar hafa verið við völd samfleytt í Baden- Württemberg í nærri sextíu ár. Ósigur flokksins nú er því mikið áfall, einnig fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er leið- togi flokksins á landsvísu. Græningjar þakka sigur sinn að verulegu leyti almennri and- stöðu Þjóðverja við kjarnorkuver. Sú andstaða hefur magnast mjög í kjölfar hamfaranna í Japan og vandræðin í kjarnorkuverinu í Fukushima. Merkel kanslari hefur þó ákveðið að standa við áform um að allri kjarnorkuvinnslu í landinu verði hætt innan tveggja áratuga. - gb Kristilegir demókratar missa meirihluta í sambandslandinu Baden-Württemberg: Áfall fyrir hægristjórn Merkel GRÆNINGJAR FAGNA Fyrstu útgöngu- spár sýndu sigur vinstriflokkanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Var rétt hjá Alþingi að setja á fót stjórnlagaráðið sem sam- þykkt var? Já 39,9% Nei 60,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Er vorið komið? Segðu þína skoðun á visir.is JAPAN, AP „Við getum ekkert sagt sem stendur um það hve marga mánuði eða hve mörg ár það mun taka,“ sagði Sakae Muto, aðstoðarforstjóri orku- fyrirtækisins TEPCO, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, spurður hvenær búið yrði að hreinsa kjarnorkuverið svo engin hætta stafaði af geisla- mengun þar. Geislavirkni mælist í vatni í fjórum kjarnaofnum versins, sums staðar langt yfir hættumörkum. Mengunin hefur borist um nágrennið, en um sjö hundruð manns vinna nú að því að halda mengun- inni í lágmarki. Sú vinna hefur gengið hægt og erfið lega. Í gær fullyrti orkufyrirtækið TEPCP, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, að geislavirkni í vatni eins kjarnaofnsins hefði mælst tíu milljón sinnum meiri en eðlilegt þykir. Fáeinum klukkustundum síðar baðst fyrirtækið afsökunar og sagði þetta rangar tölur: geislavirknin hafi í raun mælst hundr- að þúsund sinnum meiri en venjulega, sem engu að síður er mjög hátt. Jarðskjálftinn 11 mars mældist 9 stig og hratt af stað allt að tíu metra hárri flóðbylgju. Hamfarirnar hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið, sem vitað er um, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. - gb Mikil geislavirkni hefur mælst í lofti og vatni í kjarnorkuverinu í Fukushima: Hreinsun tekur mánuði eða ár MÓTMÆLI Í TÓKÝÓ Hópur fólks lét í sér heyra í gær fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins TEPCP í Tókýó, sem rekur kjarnorku- verið í Fukushima. NORDICPHOTOS/AFP KJARAMÁL „Við stefnum að því að ljúka gerð kjarasamninga í næstu viku. Þess vegna er orðið mjög brýnt að það fari að sjást í ákvarð- anir frá stjórnvöldum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, tekur undir með Gylfa hvað snertir aðkomu stjórn- valda. Báðir nefna þeir þar fyrst aðgerðir og fjár- festingar í atvinnumálum. Einnig breytingar á lífeyris- sjóðakerfi opinberra starfs- manna. „Tryggingafræði- legur halli á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna var um fimm hundruð millj- arðar króna í árslok 2009. Og þetta gat er alltaf að stækka. Við viljum sjá því lokað,“ segir Vilhjálmur. SA hefur boðið launa- hækkun upp á 7 til 8 pró- sent á þremur árum. „Við höfum algerlega hafnað því. Að sama skapi er alveg ljóst að svigrúm- ið til mikilla breytinga er þröngt,“ segir Gylfi. „Atvinnurekendur hafa viljað fá meiri vissu fyrir auknum fram- kvæmdum og umsvif- um í hagkerfinu. Eina leiðin sem þeir hafa til að borga reikninginn er að auka umsvifin.“ Spurður um launahækkanir segir Vilhjálmur ekki standa til að gera verðbólgusamninga. „Eftir því sem tölurnar eru lægri, þess líklegra er að við séum að tala um kaupmáttaraukningu,“ segir hann. Samkomulag er um að launa- hækkanir sem um semst gildi aftur virkt frá 1. mars. Gylfi segir að greidd verði eingreiðsla sem nemi launahækkuninni fyrir mars, apríl og maí. „Samningurinn öðl- ast ekki gildi fyrr en um miðjan júní og þá að undangengnu því að Alþingi og stjórnvöld séu búin að efna það sem að þeim snýr. Það hefur verið ljóst að erfiðasti hjalli þessara viðræðna væri með hvaða hætti aðkoma stjórnvalda yrði,“ segir hann. Vilhjálmur segir að nú verði hert á vinnunni. „Markmiðið núna er að klára þetta fyrir næstu helgi. Sumt er að ganga, annað gengur hægar og sumt hreyfist ekki,“ segir hann. Af hálfu SA hefur verið sett fram krafa fyrir gerð kjarasamn- ings að samtökin fái aðkomu að gerð væntanlegs frum- varps um breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða. Gylfi segir sjómenn og landverkafólk innan ASÍ einnig gera kröfu um að fá að koma að mótun sjávarútvegsstefn- unnar þótt SA og ASÍ séu sam- mála um fátt í þessum efnum. „Þessi mál eru ekki að hreyfast og við getum ekki unað því,“ segir Vilhjálmur, sem játar því að strandað geti á fiskveiðistjórnun- armálinu. „Það er alveg eins líklegt,“ svarar framkvæmdastjóri SA. gar@frettabladid.is Vilja kjarasamninga klára í lok vikunnar Forsvarsmenn SA og ASÍ vilja að ríkisstjórnin sýni lit svo ljúka megi kjarasamn- ingum um næstu helgi. Aðeins lágar kauphækkanir leiða til aukningar kaup- máttar segir framkvæmdastjóri SA. Strandað geti á fiskveiðistjórnunarmálum. GYLFI ARNBJÖRNSSON OG VILHJÁLMUR EGILSSON Stefna að því að ljúka kjarasamningum um næstu helgi. Krafa atvinnurekenda varðandi fiskveiðistjórnun og skortur á yfir- lýsingum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að örva hagkerfið er meðal þess sem stendur í vegi. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.