Fréttablaðið - 28.03.2011, Page 10

Fréttablaðið - 28.03.2011, Page 10
28. mars 2011 MÁNUDAGUR10 REIÐI 662-8318 elsabt@simnet.is Auglýsing um framlagningu kjörskráa Kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011, sem fram fer laugardaginn 9. apríl 2011, skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 30. mars næstkomandi. Kjörskrá skal leggja fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað. Sveitarstjórn skal auglýsa hvar kjörskrá liggur frammi á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar. Eftir að kjörskrá hefur verið lögð fram skal hún liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Staðfest eftirrit af kjörskrá má hafa til að leggja fram. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt fram á kjördag gert leiðréttingar á kjörskrá, ef við á. Innanríkisráðuneytið, 28. mars 2011. ÁFRAM er hreyfi ng einstaklinga sem telja hagsmunum Íslands best borgið með því að Icesave-lög Alþingis (lög nr. 13/2011) haldi gildi sínu. Auglýsingar og annað starf hreyfi ngarinnar eru greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. ÁFRAM - Laugavegi 3 - 101 Reykjavík - afram@afram.is Með lausn Icesave mun aðgangur fyrirtækj a að erlendu fjármag ni opnast að nýju og v ið getum borið höfuð ið hátt í samfélagi þjó ða. „ “ Vilborg Einarsdótti r, framkvæmdastjór i Mentors www.afram.is Já er leiðin áfram! ÁNÆGÐUR MEÐ VEIÐINA Þessi veiði- maður í Sómalíu brosti breitt þar sem hann bar nýveiddan sverðfisk á bakinu á markað í höfuðborginni Mogadishu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Íslenska nýsköpunar- fyrirtækið Northern Lights Energy (NLE) hefur samið við breska fyrirtækið Liberty Electric Cars um að selja rafknúna jeppa af gerðinni Liberty E-Range á Norðurlöndunum. NLE mun selja 150 bíla á næstu fjórum árum, en samningurinn er að upphæð 24 milljóna punda, sem jafngildir tæplega 4,5 milljörðum króna. Sighvatur Lárusson, fram- kvæmdastjóri NLE, segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða Range Rover-bifreiðar sem séu útbúnar drifbúnaði frá Liberty. „Við stefnum á að fá sýningarbíl hingað til lands fyrir 17. júní og héðan munum við fara til Noregs og Færeyja,“ segir Sighvatur. Hann segir aðspurður að hann búist ekki við mikilli sölu hér á landi. „Ég held ekki að það sé mikil sala á Range Rover á Íslandi á næstu árum. Við viljum endilega selja bíla hérna, en við gerum ekki ráð fyrir að það verði stór- sala.“ Sighvatur bætir því við að raf- bílar séu sífellt að ryðja sér betur til rúms og mikill áhugi sé hér á landi. NLE sé þegar með umboð fyrir nokkur rafbílafyrirtæki. „Til dæmis Smith, AMP, REVA og fleiri sem við munum kynna síðar.“ - þj Northern Lights Energy fær umboð fyrir rafbíla frá Liberty Electric Cars: Selja rafjeppa fyrir 4,5 milljarða RAFJEPPI NLE hefur samið við framleið- endur um að selja 150 E-Range jeppa á næstu fjórum árum. DANMÖRK Hálfíslenskur maður, Kjartan Poulsen, er nýkjörinn formaður LDM, landssambands danskra kúabænda (Landsforen- ingen af Danske Mælkeproducen- ter). Fram kemur á vef Lands- sambands íslenskra kúabænda að móðir Kjartans sé íslensk. Kjartan er sagður reka lífræna mjólkurframleiðslu í samvinnu- félagi með Preben Lauridsen, en búið telji 400 kýr og 850 hektara. Kjartan hefur verið í stjórn LDM frá 2006 og séð um erlend samskipti samtakanna. - óká Hálfíslenskur formaður valinn: Stýrir dönskum kúabændum VIÐSKIPTI Jón Steindór Valdimars- son hefur tekið sæti í stjórn Fram- takssjóðs Íslands. Hann er fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna í stjórninni. Nýverið gekk úr stjórninni Ragn- ar Önundarson. Jón Steindór er lögfræðing- ur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Samtökum iðn- aðarins frá 1988 til 2010, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri, en seinustu þrjú árin var hann framkvæmdastjóri samtakanna. Í tilkynningu Framtakssjóð segir að Jón Steindór hafi gegnt viða- miklum trúnaðarstörfum á sviði atvinnulífs, setið í stjórnum fyrir- tækja, stofnana og félagas. - óká Nýr í stjórn Framtakssjóðsins: Jón Steindór í stað Ragnars JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON LÍBÍA, AP Uppreisnarmenn í Líbíu náðu aftur á sitt vald í gær tveim- ur mikilvægum olíuframleiðslu- borgum, Brega og Ras Lanúf, sem stjórnarher Múammars Gaddafí hafði náð úr höndum þeirra fyrir nokkru. Þar var framleitt megnið af þeirri olíu sem Líbíumenn seldu til Evrópu áður en olíuframleiðsl- an stöðvaðist að mestu vegna átakanna síðustu vikur. Erfitt verður þó fyrir þá að hefja olíuvinnslu á ný. Erlendir olíustarfsmenn og erlendir sér- fræðingar, sem hafa haldið fram- leiðslunni gangandi, eru flúnir úr landi. Óvissan torveldar einnig gerð nýrra olíusölusamninga. Lið uppreisnarmanna hélt síðan áfram sókn sinni til vestur, í áttina að höfuðvígi Gaddafís í Trípolí. Uppreisnarmönnum hefur vaxið mjög ásmegin síðustu daga í kjöl- far harðra loftárása Vesturlanda á liðsmenn Gaddafís. Í gærkvöld hófust harðar árásir, bæði á höfuðborgina Trípolí, þar sem Gaddafí hefur höfuðstöðvar, og á heimabæ Gaddafís, Sirte. Þetta er í fyrsta sinn sem loftárás- ir eru gerðar á Sirte. Átök héldu einnig áfram í borg- inni Misrata í vesturhluta lands- ins, ekki langt frá Trípolí. Norðuratlantshafsráðið sam- þykkti í gær, átta dögum eftir að árásirnar hófust, að taka við yfirstjórn allra hernaðaraðgerða í Líbíu af Bandaríkjamönnum, sem ætla þó áfram að taka þátt í hernaðinum. Bandaríkjastjórn hefur þó hug á að draga nokkuð úr þátttöku sinni, um leið og hún afhendir yfirstjórnina í hendur NATO. Barack Obama Bandaríkja- forseti ætlar að útskýra afstöðu Bandaríkjamanna í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld. Þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt þátttöku Banda- ríkjanna í hernaðinum, meðal annars á þeim forsendum að Obama hafi ekki borið þátttöku þeirra undir þingið. „Við munum byrja að draga úr þátttöku okkar,“ sagði Robert Gates, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem frá upphafi hefur verið efasemdarmaður um gildi loftárása á Líbíu. Hann sagði árásirnar til þessa hafa þegar skilað þeim árangri að hægt yrði að framfylgja loftferðabanni. Hins vegar viðurkenndi hann að slíku banni gæti þurft að fram- fylgja í nokkuð langan tíma. Hve lengi það yrði vissi ekki nokkur maður. gudsteinn@frettabladid.is Uppreisnarmenn ná tveimur olíuborgum Uppreisnarmönnum vex ásmegin í skjóli loftárása NATO. Harðar árásir hófust í gærkvöld bæði á höfuðborgina Trípolí og á heimabæ Gaddafís, Sirte. Samið hefur verið um að NATO taki við yfirstjórn hernaðarins af Bandaríkjunum. UPPREISNARMENN FAGNA Þeir náðu olíuborgunum Ras Lanúf og Brega á sitt vald í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.