Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2011, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 28.03.2011, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 28. mars 2011 15 Umbæturnar ganga hægt. Siðbót í öllum greinum sem hér átti að fara fram lætur á sér standa. Hvers vegna? Því ráða „lögmál byrst“ eins og Hallgrímur kvað: ýmis lögmál, tregðu og hagsmuna og valda- misgengis. Valdamisgengið er fyrst og fremst þetta: Sjálfstæðis flokkur- inn er í senn utan stjórnar og innan garðs. Hann getur stöðvað mál, flækt mál og eyðilagt mál – og hann getur hleypt málum áfram. Þökk sé stjórnarandstöð- unni í VG á ríkis stjórnin í reynd allt undir því að Sjálfstæðis- flokkurinn hleypi málum áfram. Okkur hefur lengi verið stjórnað af karlmönnum í Sjálf- stæðisflokknum sem gengu fyrst í MR og síðan í lagadeild Háskóla Íslands áður en þeir hurfu inn í kerfið til þjónustu fyrir flokk og meðbræður. Þessir menn hverfa ekki þó að sjálft kerfið sem þeir sköpuðu og þjónuðu hrynji með braki og brestum. Þeir sitja áfram í sínum háu embættum og þverskallast við. Óþekkti embættismaðurinn verð- ur Óþekki embættismaðurinn. Þeir segja sem svo: Það var ekk- ert sem hrundi. Það var ekkert að kerfinu. Við gerðum ekkert rangt. Jón Ásgeir og Kaupþings- plebbarnir eyðilögðu allt, en sjálft kerfið var fínt. Þessum mönnum finnst það ósvinna að hér eigi að fara fram stjórnlagaþing og að fólk eigi að fá að koma nálægt því að búa þjóðinni stjórnarskrá sem hefur jafn fráleitar forsendur til þess og að vera heimspekingar, listamenn, sjómenn, bændur, hagfræðingar fjölmiðlamenn og manneskjur. Þarna eiga bara lögfræðingar úr Lagadeild Háskóla Íslands að starfa að málum enda hefur þeim gengið mjög vel við það starf að endur- skoða ekki Stjórnarskrána. Allt að kenna? Ekki þarf að fara í grafgötur með að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt stein í götu þess að hin fallega hugmynd um stjórn- lagaþing fengi að líta almenni- lega dagsins ljós. Samt var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem fór verst með þetta þing. Það var annars vegar vanmat þeirra sem um framkvæmdina véluðu á hugkvæmni og heift andstæð- inganna og hins vegar hitt sem þyngst vóg: áhugaleysi íslensku þjóðarinnar á því að velja sjálf sína fulltrúa við að setja sér stjórnarskrá. Við megum samt ekki kenna Sjálfstæðisflokknum um kjarn- orkugeislunina í Japan, átökin í Líbíu – eða klúður sem núverandi ríkisstjórn hefur virst fullfær sjálf um að skapa. Jóhanna Sig- urðardóttir var að fá úrskurð frá Kærunefnd Jafnréttismála um að hún hefði brotið jafnréttis- lög þegar hún skipaði karlmann skrifstofustjóra í Forsætisráðu- neytinu en gekk framhjá konu sem hafnað hafði í fimmta sæti þegar hæfum umsækjendum var raðað eftir verðleikum til starf- ans. Bent hefur verið á að for- maður Kærunefndar Jafnréttis- mála sé karlmaður úr Lagadeild Háskólans – gott ef ekki „einn af strákunum“. Kannski það. En hvernig var þá hægt að gefa manneskju sem er svo gott sem tvítyngd einkunnina núll í færni í með- ferð erlendra tungumála? Eru „mannauðsfræðin“ sem að baki þessu mati búa svona bágborin eða voru hér einhver önnur sjónarmið í gangi? Fullt starf að vera manneskja Stundum er eins og það sé fullt starf að reyna að vera sæmilega upplýstur almenn- ingur hér á landi. Maður þarf helst að sökkva sér niður í flókna milliríkjasamninga um skuldir og svo strax í kjölfarið að kynna sér langar greinar- gerðir fyrir stöðuveitingum. Fáir efast um að Jóhanna Sig- urðardóttir er einlæg í við- leitni sinni til siðbótar hér á landi og er að reyna að gera hlutina „rétt“. Í téðri stöðuveit- ingu innan síns ráðuneytis er svo á henni að skilja að hún hafi eftirlátið „faglegum aðilum“ að annast allt ráðningar ferlið. Með þessum árangri: hún fær á sig dóm fyrir að brjóta jafnréttis- lög. Jóhanna Sigurðardóttir. Og þarf að sitja undir ákúrum frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir að brjóta jafnréttislög. Þetta er býsna ævintýralegt. Og hægt gengur siðbótin. Kannski að óþekka embættis- manninn sé víðar að finna en innan Sjálfstæðisflokksins? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Því er haldið að íslensku þjóð-inni að í lagi sé að semja um kröfurnar vegna þess að aldrei þurfi að greiða þær. Þrotabú Landsbankans muni þegar upp er staðið eiga fyrir þessu. En hvers vegna þarf þá að semja? Ef kröfurnar fást greiddar úr þrotabúinu er skuldbinding íslensku þjóðarinnar jafn óþörf og hún er ranglát, því kröfu- hafarnir geta einfaldlega beðið eftir greiðslu úr búinu. Er samningaleiðin áhættuminni leið? Því hefur verið haldið fram að við eigum að samþykkja Icesavelögin þar sem betri sé „mögur sátt en góður dómur“. En er þetta sátt? Nei, við teljum nær að tala um uppgjöf. Samningarnir loka ekki áhættu Íslands af málinu heldur breyta henni úr dómsmálaáhættu í krónum yfir í viður kennda skuld sem er háð gjaldmiðla- og eignaverðs áhættu. Við breyting- ar á gengi gjaldmiðla og óvissu eignamati getur þessi skuld orðið gríðarlega þungbær. Við höfum allan rétt með okkur í dómsmáli sem yrði rekið um skuldbindingar ríkissjóðs. Allar líkur eru á því að engin skuld falli á Íslendinga hvað sem líður þróun gengis gjaldmiðla og eignaverðs. Versta mögulega niðurstaða yrði síðan sú, að íslenska ríkið yrði dæmt til greiðslu skaðabóta og vaxta í íslenskum krónum. Þeir vextir er hagstæðir og ekki síðri en þeir sem felast í núver- andi samningum. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Þarf aldrei að greiða? Icesave Átta hæsta- réttarlögmenn skrifa um Icesave-lögin Hægt gengur siðbótin FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.