Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 36
28. mars 2011 MÁNUDAGUR20 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hljóðfæri, 6. nafnorð, 8. stormur, 9. æxlunarkorn, 11. guð, 12. aðfall, 14. skrölt, 16. gat, 17. af, 18. drulla, 20. frá, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. rún, 4. þegn, 5. keyra, 7. orðrómur, 10. þrá, 13. hluti verkfæris, 15. kirkjuleiðtogi, 16. einatt, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. túba, 6. no, 8. rok, 9. gró, 11. ra, 12. aðsog, 14. skrap, 16. op, 17. frá, 18. for, 20. af, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. úr, 4. borgara, 5. aka, 7. orðspor, 10. ósk, 13. orf, 15. páfi, 16. oft, 19. ró. Venjulega forðast ég að draga einhverjar ályktanir við fyrstu kynni en ég held að þú haldir að þú sért hundur. Mamma, geturðu skutlað mér? Sjálfsagt mál, rús- ínan mín. Gætirðu gert það á aðeins minni móðurlegri hátt? While my guitar gently I look at the floor and I see it needs sweeping... „I look at you all...see the love there that‘s sleeping. While my guitar gently weeps. gúddí gúddí Þökk sé þessum afsláttarmiða þá mun þessi kvöldverður fyrir okkur tvö kosta litlar fjögur þúsund krónur! Með eftir- réttinum? Næst- um því. Hvað mein- arðu „næstum því“? Láttu bara eins og þetta komi þér á óvart. Hún á afmæli í dag, hún afmæli í... Á laugardaginn las ég í Fréttablaðinu að mun færri karlmenn hér á landi tækju sér nú feðraorlof eftir efnahags- hrunið en áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem heitir Konur í kreppu? og er samantekt á opinberum tölulegum gögn- um á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna. Kannski er þetta rangnefni á skýrslunni því sé til dæmis aðeins niður- staðan af nýtingu feðraorlofsins athug- uð er ekki ólíklegt að leiða megi að því líkur að karlar séu ekki síður en konur í kreppu og þá vitaskuld líka börnin. VIÐ VORUM stolt þjóð þegar feðra- orlofinu var komið á en það er eins með það og svo margt annað sem þrotlaus jafnréttisbarátta aðeins örfárra þjóðinni til handa hefur komið til leiðar, það þarf ekki mikið til að henni miði af leið. Alltaf kemur það mér samt á óvart hvað jafnréttisumræða ergir marga. Það er stundum eins og verið sé að hefja máls á misréttinu í fyrsta sinn – inni á baðstofugólfinu eftir postillulesturinn – slíkt getur offorsið orðið. Fjölmiðlar stæra sig af því að sýna okkur heim- inn eins og hann er en eins og Auður Aðalsteinsdóttir, dokt- orsnemi í bókmenntum, benti á í merkum hádegisfyrirlestri í Háskóla Íslands á fimmtudaginn mætti halda af fjölmiðlum fyrri tíma að konur hefðu ekki verið til. AF ÞESSUM blöðum mætti þá halda að konur væru bara síðari tíma uppfinning – svona eins og snjallsíminn. Í síðustu viku komst kærunefnd jafnréttismála að því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra hefði brotið jafnréttislög. Jóhanna var að reyna að gera allt rétt og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Henni varð það á að hlusta á ráðgjafa sína. Sem betur fer kærði konan sem fannst hún órétti beitt og af þessum mistökum má draga mikil- vægan lærdóm. Og vissulega voru þetta mistök. ÞAÐ ER vandlifað og andstæðingar Jóhönnu á þingi ruku upp til handa og fóta og kröfðust afsagnar hennar, fólk sem ég hef aldrei séð beita sér í jafn- réttismálum svo nokkru nemi. Það hefur Jóhanna hins vegar gert í gegnum tíð- ina og komið frumlegustu hugmyndum á koppinn. Það var til dæmis hún, og þá sem félagsmálaráðherra, sem stofn- aði karlajafnréttisnefndina sem einmitt barðist hvað mest fyrir feðraorlofinu sem nefnt var hér í upphafi. Engri annarri treysti ég betur fyrir því að voka yfir jafnréttismálunum hér á landi en einmitt henni Jóhönnu. Já-hanna! ÁFRAM er hreyfi ng einstaklinga sem telja hagsmunum Íslands best borgið með því að Icesave-lög Alþingis (lög nr. 13/2011) haldi gildi sínu. Auglýsingar og annað starf hreyfi ngarinnar eru greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. ÁFRAM - Laugavegi 3 - 101 Reykjavík - afram@afram.is Ég segi JÁ til að lágmarka áhættu v egna Icesave-málsins og til að íslenska þjóði n eigi möguleika á að endurheimta mann orð sitt á alþjóðavettva ngi. „ “ Svana Helen Björns dóttir, framkvæmd astjóri Stika www.afram.is Já er leiðin áfram!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.