Fréttablaðið - 28.03.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 28.03.2011, Síða 4
28. mars 2011 MÁNUDAGUR4 GENGIÐ 25.03.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9525 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,03 114,57 183,57 184,47 161,43 162,33 21,641 21,767 20,468 20,588 17,972 18,078 1,4028 1,4110 180,82 181,90 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL Fjögurra manna sér- fræðinganefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um skattamál er stödd hér á landi til að ræða við stjórnvöld og hagsmunaaðila um skattkerfið og mögulegar breytingar á því. Í kjöl- farið mun nefndin skila skýrslu um efnið. Vinnan er liður í samstarfi stjórn- valda og AGS og fór hliðstætt starf fram á síðasta ári. Meðal þess sem nefndin skoðar sérstaklega er hvort ráðlegt sé að hækka sjö prósenta virðisaukaskatt- sþrepið upp í 25,5 prósent. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kom sú skoðun sérfræð- inganna fram á fundi í vikunni að þeir telja hækkun neysluskatta vel athugandi. Þar er einkum átt við hækkun sjö prósenta þrepsins og hækkun skatta á eldsneyti. Telja þeir svigrúm til að hækka skatta á eldsneyti í því ljósi að þeir eru enn lægri hér á landi en víða í Evrópu. Undir sjö prósenta virðisauka- skattsþrepið heyra nú til dæmis helstu matvæli, bækur, geisladiskar, heitt vatn og rafmagn. Þá hyggst nefndin leggja mat á skattlagningu, verðlagningu og úthlutun afnota af náttúruauðlindum og yfirfara ýmsa umhverfisskatta. Ráðleggingar um endurbætur á núverandi kerfi verða bornar fram í sumarskýrslunni. Jafnframt verður lagt mat á þær breytingar sem stjórnvöld hafa gert á skattkerfinu, til dæmis þrepa- skiptingu þess og hækkun fjár- magnstekjuskatts. Vörugjöld verða líka yfirfarin og skipting skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga. Eins og áður sagði er nefndin hér að ósk stjórnvalda, í samræmi við efnahagsáætlun og samstarf þeirra við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nefndin er skipuð þremur starfs- mönnum sjóðsins og einum starfs- manni alþjóðlegrar stofnunar um skattamál í Hollandi. Hún mun dvelja hér til mánaðamóta og viða að sér upplýsingum og eiga viðræður við stjórnvöld og stjórnmálamenn, embættismenn, samtök atvinnurek- enda og launþega og aðra þá sem láta sig skattamál varða. bjorn@frettabladid.is AGS metur hvort rétt sé að hækka vaskinn Hækkun neðra þreps virðisaukaskatts og hækkun bensínskatts eru meðal leiða til að auka tekjur ríkissjóðs, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Auðlindaskattar, umhverfisskattar og margt fleira er líka til skoðunar. Búast má við skýrslu í júlí. KÖNNUN Um 86 prósent lands- manna telja að stefna hefði átt breskum stjórnvöldum fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslendingum í nóvember 2008. Þetta er niðurstaða könnunar sem MMR gerði fyrir þjóðmála- félagið Andríki dagana 8. til 11. mars síðastliðinn. Ekki var marktækur munur á afstöðu kynjanna. Þá taldi meiri- hluti í öllum aldurs-, menntunar-, tekju- og kynjahópum að stefna hefði átt Bretum. Úrtak var 902 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára. Afstöðu tóku 72,7 prósent. - mmf Afstaða til hryðjuverkalaga: Meirihluti vildi stefna Bretum VIÐSKIPTI „Staðreyndin er sú að innan við tuttugu prósent þeirra sem fengið hafa endurútreikn- ing húsnæðislána hafa gengið frá umsókn og sótt ráðgjöf,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Í Fréttablaðinu á laugardag var sagt frá því að Íslandsbanki hefði enn ekki skilað útreikningi þriðj- ungs gengistryggðra húsnæðis- og bílalána þótt mánuður væri liðinn frá því fresturinn rann út. Una segir að þegar búið sé að endurreikna gengislánin verði við- skiptavinurinn að panta sér tíma hjá ráðgjafa til að ljúka málinu. Viðskiptavinir Íslandsbanka sjá endurútreikninginn í heimabanka sínum. „Við höfum líka verið að hringja í fólk og í mars voru útibúin opin lengur á fimmtudögum.“ Innt eftir ástæðu þess að innan við tuttugu prósent sem fengið hafi endurútreikning hafi geng- ið frá umsókn segir Una: „Sumir halda að þeir geti fengið betri rétt en við umsóknina. En jafnvel þótt fólk gangi frá lánunum er það ekki búið að fyrirgera rétti sínum.“ Una segir að unnið sé að því að endurútreikna þau lán sem eftir standi en það verk muni taka nokkrar vikur. - mmf Innan við tuttugu prósent hafa gengið frá umsókn vegna endurútreiknings lána: Fyrirgera ekki rétti sínum UNA STEINSDÓTTIR Innan við tuttugu prósent hafa gengið frá umsókn vegna endurútreiknings. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN F R ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL LI HEITT MÁL Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðis- flokksins, og Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, hafa tekið margar rimmur um skattamálin í þinginu síðustu misseri. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 16° 11° 8° 15° 12° 6° 6° 19° 14° 18° 6° 29° 2° 17° 15° 2°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. MIÐVIKUDAGUR Vaxandi vindur S- og V-lands þegar líður á daginn. 3 4 2 5 4 1 21 5 4 4 4 6 4 0 -1 2 2 1 2 -1 5 3 4 2 2 2 3 2 1 6 3 DÁLÍTIL ÚRKOMA verður norðan og austan til í dag en nokkuð víða um land á morgun. Það fer svo eftir hitastiginu hvort um rigningu, slyddu eða snjó- komu verður að ræða. Snjókoman verður norðan- og austanlands en rigningin um land- ið sunnanvert. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SLYS Mannbjörg varð þegar bátur sökk norðan við Akurey á Sund- unum við Reykjavík síðdegis á laugardag. Tveir menn voru um borð og náðu þeir að senda neyð- arkall rétt áður en báturinn sökk. Varðstjórar Landhelgisgæsl- unnar heyrðu kallið og ræstu samstundis út björgunarlið. Mönnunum var bjargað um borð í Höllu Jónsdóttur, björgunarbát Slysavarnarfélagsins Landsbjarg- ar. Báturinn sökk skömmu síðar. Mennirnir voru blautir og kald- ir þegar þeim var bjargað. Annar var lagður inn á gjörgæsludeild Landspítalans en hann var útskrifaður í gær. Hinn var betur á sig kominn. - mmf Mannbjörg við Akurey: Útskrifaður af gjörgæsludeild LÖGREGLUMÁL Farþegi í fólksbíl slasaðist þegar fólksbíll og jeppi rákust saman á Biskupstungna- braut um tvöleytið í gær. Fólks- bíllinn var á suðurleið en jepp- inn á norðurleið þegar slysið átti sér stað. Engin hálka var á svæðinu. Ökumaður fólksbílsins slasað- ist lítillega. Fjórir voru um borð í jeppanum og hlutu þeir minni- háttar meiðsl. Lögreglan þurfti að loka Biskups tungnabraut um tíma vegna slyssins. - mmf Biskupstungnabraut lokaðist: Einn beinbrotn- aði í árekstri DANMÖRK Lögreglan á Norður-Jót- landi leitar nú þriggja ára drengs sem hvarf í gærdag. Drengur- inn, Holger Kragh, var á gangi með hópi fullorðinna, þar á meðal föður sínum, þegar hann hvarf. Hundruð sjálfboðalið, þyrlur og leitarhundar leituðu drengsins í gærkvöldi. Að sögn lögreglu á Jótlandi er vonast til þess að drengurinn hafi lagt sig einhvers staðar en áður en hann hvarf kvartaði hann undan þreytu. Finnist hann hins vegar ekki fljótlega er hætta talin á því að drengurinn hafi dottið í einhvern af fjölmörgum vatnspyttum á svæðinu. - jma Lögreglan á Norður-Jótlandi: Leitar þriggja ára drengs NEYTENDAMÁL Hrásalat og kart- öflusalat frá Kjarnafæði hefur verið tekið úr sölu vegna ófull- nægjandi innihaldslýsinga. Vör- urnar innihalda egg en þess er ekki getið á umbúðunum. Þekkt er að egg geta valdið ofnæmi og óþoli hjá ákveðnum hópi neytenda. Úrbót var gerð á innihalds- lýsingum varanna frá og með 21. mars síðastliðnum. Vörum fram- leiddum fyrir þann tíma eru neyt- endur með eggjaofnæmi eða -óþol beðnir að farga eða hafa samband við Nonna litla ehf. vegna endur- greiðslu. - jma Kartöflu- og hrásalat úr sölu: Ófullnægjandi innihaldslýsing OFNÆMISVALDAR Egg geta valdið ofnæmi og því er mikilvægt að þeirra sé getið á matvælaumbúðum. Klífur hæsta byggingu heims Alain Robert, 48 ára Frakki, ætlar í dag að klífa hæstu byggingu heims, Burj Khalifa turninn í Dúbaí. Turninn er 828 metrar á hæð. Áður hefur Robert klifið Eiffel-turninn og Óperu- húsið í Sydney. DÚBAÍ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.