Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 46
28. mars 2011 MÁNUDAGUR30 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta mest á Gullbylgjuna því ég vil hafa lögin sem ég hlusta á létt og rómantísk. Ef það koma skemmtileg lög hækkum við svo mikið í græj- unum að við erum þegar búin að sprengja einn hátalara.“ Gríma Kristinsdóttir, hárgreiðslukona og þátttakandi í þáttunum Hamingjan sanna. „Ég bjóst aldrei við að frumsýna leikrit eftir hálfs árs búsetu í landinu,“ segir Ívar Örn Sverrisson leikari, sem nýverið frumsýndi leikritið What a Glorious Day með norska leikhópnum Grusom- hetens teater. Ívar Örn fluttist til Noregs síðasta sumar ásamt fjölskyldu sinni en ástæðan fyrir dvöl þeirra í landinu er skólaganga eiginkonunnar. „Við renndum frekar blint í sjóinn og ég var ekki með neitt fast i hendi þegar við fluttum hingað. Byrjaði á að vinna á kaffihúsi til að ná tökum á tungumál- inu og ég tek ennþá nokkrar vaktir í mánuði þar,“ segir Ívar Örn, en það var fyrir tilviljun að hann komst í kynni við leikhópinn Grusomhetens teater. „Ég var að leika sem statisti í Óperunni og þar var strákur svo almennilegur að láta mig vita að leik- hópurinn væri að leita að leikara. Með minn dans- bakgrunn smellpassaði ég í hlutverkið enda verkið mjög líkam legt,“ segir Ívar Örn og bætir við að leikstjórinn, Lars Øyno, hafi einnig verið hrifinn af bjagaðri norskunni hans, en lítill texti er í verkinu og meiri áhersla lögð á líkamlega tjáningu. Verkið hefur fengið ágætis dóma í Noregi og vonast Ívar Örn til að geta starfað áfram með leikhópnum. „Okkur líkar mjög vel hérna og viljum vera í nokkur ár til viðbótar. Við vissum ekki mikið um landið áður en við fluttum og fannst ekki vera beint jákvæð mynd af því á Íslandi. Hingað til hafa Norð- menn því komið okkur skemmtilega á óvart.“ - áp Kominn í norskan leikhóp NÝTUR NOREGS Ívar Örn Sverrisson leikari er fluttur með fjöl- skylduna til Osló og strax farinn að sýna á norsku leiksviði. „Þetta er þvílíkur heiður og ofsa- lega gaman að heyra,“ segir söng- konan Jóhanna Guðrún. Lag hennar, Nótt, hefur verið valið til þátttöku í OGAE Second Chance keppninni í Svíþjóð í lok maí. Þar taka þátt nítján lög sem komust ekki í lokakeppni Euro- vision í Þýskalandi og Eurovison- aðdáendum þykja verðug til að fá annað tækifæri. Því er um nokk- urs konar B-Eurovision-keppni að ræða. Hera Björk vann einmitt þessa keppni árið 2009 með lagið Someday sem hún flutti fyrir hönd Danmerkur. Þeir aðdáendur sem tóku þátt í valinu tilheyra þeim 150 þjóðum sem geta ekki tekið þátt í Euro- vision-keppninni sökum land- fræðilegrar stöðu auk sjö til átta landa sem taka þátt í keppninni en eiga ekki OGAE-aðdáenda- klúbb og er Ísland þar á meðal. Yfir 90% þeirra sem tóku þátt í kosningunni völdu lag Jóhönnu sem framlag sitt í keppnina. Það kemur ekki á óvart miðað við óánægju margra erlendra Euro- vision-aðdáenda yfir því að Nótt skyldi ekki komast í úrslit Euro- vision. „Það er ótrúlegt hvað fólk er trygglynt þarna úti. Maður er rosalega þakklátur fyrir að fólk skuli ennþá muna eftir manni því í þessum bransa er maður gleymdur á fimm mínútum,“ segir Jóhanna. Hún er á leiðinni til Svíþjóðar á miðvikudaginn þar sem hún syng- ur með Friðriki Ómari á íslensk- um tónleikum í Stokkhólmi. „Frið- rik er yndislegur og ég er heppin að fá að syngja með honum. Þetta verður æðislega gaman.“ - fb Jóhanna fær annað tækifæri FÆR ANNAÐ TÆKIFÆRI Jóhanna Guðrún hefur verið valin til þátttöku í OGAE Second Chance keppninni í Svíþjóð í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svo virðist sem lagið Thank You með Jóni Þór Sigurðssyni og félögum í Diktu sé í þann mund að slá í gegn í Þýska- landi, rétt eins og það gerði hér á landi. Lagið fór beint í níunda sætið á vinsældalista þýska háskólaútvarpsins sína fyrstu viku á lista og er þar skammt undan heimfrægum hljómsveitum á borð við Foo Fighters, The Strokes og Radiohead. Vinsældir Thank You koma sér vel því Dikta er á leiðinni í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Þýskaland sem hefst í Köln 16. maí. Þar verður platan Get It Togheter kynnt, sem kom út á vegum fyrirtækjanna Smarten- Up og Rough Trade í Evrópu 11. mars. Dikta hyggur einnig á tónleikahald í Austurríki, Sviss og Danmörku á næstunni. Það er því spurning hvort söngvarinn Haukur Heiðar ætti ekki að vippa textanum á Thank You yfir á þýsku eins og gert er með langflest annað afþreyingarefni í þýskumælandi löndum. „Danke“ hljómar bara ansi vel. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI Umboðsskrifstofan Next hefur bætt tveimur íslenskum fyrirsæt- um á skrá hjá sér. Umboðsskrif- stofan er ein sú umsvifamesta í heiminum og er með skrifstofur í London, New York, Mílanó og París auk annarra borga og hafa fyrirsætur á borð við Millu Jovo- vich, Abbey Lee, Miröndu Kerr og Önju Rubik verið á mála hjá skrif- stofunni. Fyrirsæturnar Elmar Johnson og Kolfinna Kristófersdóttir, sem eru bæði á skrá hjá Eskimo, voru valin úr stórum hópi fyrirsæta af einum fremsta útsendara Next- skrifstofunnar. Andrea Brabin, eigandi Eskimo, segir Next vera mjög vandláta þegar kemur að því að taka inn nýjar fyrir sætur á skrá og því séu þetta stór- skemmtilegar fréttir. Elmar skrifaði undir samning hjá Eskimo í ágúst á síðasta ári. Hann er þó ekki alls óreyndur í fyrirsætubransanum því hann hefur tekið að sér ýmis fyrirsætu- verkefni frá tíu ára aldri. Elmar flýgur til New York í lok maí eftir að skóla lýkur en hann er á fjórða ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir samninginn hafa komið sér mikið á óvart en er spenntur fyrir því að takast á við ný og spennandi verkefni. „Ég neita því ekki að þetta er spennandi tækifæri og það verð- ur gaman að fara út og sjá hvað er í boði og hvernig hlutirnir þró- ast,“ segir Elmar, sem mun dvelja í borginni sumarlangt ásamt kær- ustu sinni. Inntur eftir því hvernig gangi að samræma námið og fyrirsætu- starfið segir Elmar það hafa gengið nokkuð vel hingað til en að námið hafi ávallt forgang. „Maður þarf aðeins að hliðra til hér og þar en hingað til hefur þetta gengið nokkuð vel,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is ELMAR JOHNSON: SPENNANDI TÆKIFÆRI Í MÍLANÓ Læknisfræðin í forgangi Á LEIÐ ÚT Elmar Johnson og Kolfinna Kristófersdóttir eru komin á samning hjá Next-umboðsskrifstofunni, sem er ein sú umsvifa- mesta í heimi. Þau halda út til New York í vor.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.