Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 16
28. mars 2011 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ástæðan fyrir því að við réðumst í þetta er einfaldlega sú að mér finnst þetta svo óskaplega skemmtilegt,“ segir Bergljót Rist, sem nýlega stofn- aði hestaleiguna Íslenska hestinn ásamt manni sínum Sveini Atla Gunn- arssyni. „Ég hef verið í hestamennsku í mörg ár, byrjaði í reiðskóla Fáks fimm ára gömul, og er líka menntuð sem leiðsögumaður, þannig að það var gamall draumur að tengja manneskj- ur, hesta og íslenska náttúru.“ Íslenski hesturinn er til húsa við Surtlugötu 3 í Fjárborgum og því innan borgarmarka Reykjavíkur. „Þetta er eina hestaleigan í Reykja- vík,“ segir Bergljót. „Þetta er á sjálfri Hólmsheiðinni, sem er innan borgar- marka. Og eins og nafnið Surtlugata bendir til er þetta eini staðurinn í Reykjavík þar sem má vera með kind- ur, þannig að það er hægt að skoða kindur í leiðinni þegar menn koma í hestaferð til okkar. Þetta er sveit í Reykjavíkurborg og algjör perla.“ Eins og er eru tuttugu hestar í leig- unni en Bergljót segir vera pláss fyrir fleiri. „Hér eru hestar við allra hæfi,“ segir hún, „jafnt fyrir byrjendur sem þaulvana hestamenn. Ég er með sér- hannað prógramm fyrir Íslendinga sem heitir Vertu klár í hnakkinn og er einu sinni í viku. Þá er það hópur sem ríður út saman, fólk sem hefur ekki tök á að vera sjálft með hesta vegna anna eða annarra hluta, en vill samt njóta útreiðanna. Þetta er svakalega skemmtilegt og oft myndast mikil stemning í hópnum. Og upp úr þannig hópi myndast oft kjarni sem vill fara í lengri hestaferðir saman.“ Hefðbundinn útreiðartúr hjá Íslenska hestinum er á bilinu einn til tveir klukkutímar, en Bergljót segist leggja sig fram af fremsta megni að koma til móts við óskir viðskiptavin- anna og það sé ekkert mál að skipu- leggja lengri ferðir. „Vanalega förum við hér um nágrennið, um Hólms- heiðina, Rauðhólana, að Reynisvatni og Hafravatni og inn í Heiðmörk. Hólmsheiðin er endalaust ævintýra- land og sömuleiðis Heiðmörkin, en þar er lítið um reiðgötur og þarf að ríða eftir akveginum á löngum köflum, sem er mjög hættulegt þar sem við verðum algjörlega að treysta á tillitssemi öku- manna. Það stendur nú sem betur fer til bóta, því það er verið að vinna í nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir reið- götum í Heiðmörk. Annað sem gerir okkur stundum lífið leitt er að það er mikið um vélhjól á Hólmsheiðinni, sem er auðvitað ekkert við að athuga, en það reynir á tillitssemi fólks og ég er alltaf að ítreka það að vélhjól verður aldrei hrætt en það verða hestarnir hins vegar auðveldlega, þannig að ég biðla til vélhjólamanna að sýna tillits- semi.“ Bergljót stundaði nám í dýralækn- ingum í Kaupmannahöfn og á stutt eftir í embættisprófið. Hún segist þó ekki hafa áhuga á að klára það í bráð, til þess finnist henni hestamennskan allt of skemmtileg. „Ég fékk hesta- bakteríuna fimm ára gömul og hef aldrei losnað við hana síðan og eina lækningin við henni er auðvitað að stunda meiri hestamennsku.“ fridrikab@frettabladid.is FYRSTA HESTALEIGAN Í REYKJAVÍK: ÍSLENSKI HESTURINN Í FJÁRBORGUM Úti í sveit innan borgarmarka STUTT Í BROSIÐ Eina lækningin við hestabakteríunni er að stunda meiri hestamennsku, segir Bergljót Rist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARC CHAGALL (1887-1985) lést þennan dag. „Ef ég skapa frá hjartanu gengur nánast allt upp; ef ég nota höfuðið gengur nánast ekkert.” Vilborg Ísleifsdóttir Bickel sagnfræðingur hlaut nýlega viðurkenningu fyrir óeigin- gjarnt starf sitt í þágu stríðs- hrjáðra kvenna í Bosníu. Af því tilefni birtist við hana hálfsíðuviðtal í blaðinu Frankfurter Rundschau 10. mars. Verðlaunin voru fjárhæð upp á 6.000 evrur. Þau komu frá kvennasamtökunum The International Women’s Club í Frankfurt en í þeim eru um 500 konur af ýmsu þjóð- erni. „Þetta eru hin svonefnd Elisabeth Norgall verðlaun en hún stofnaði þennan klúbb árið 1946. Þá var mikil eymd í Þýskalandi,“ segir Vilborg og heldur áfram sögunni. „Í Frankfurt var þá mikið af erlendum konum, eigin- konum háttsettra manna í liði bandamanna sem vildu taka til hendinni og láta gott af sér leiða. Þetta er sem sagt gamalgróinn og virtur félags- skapur.“ Sjálf hefur Vilborg sannar- lega látið gott af sér leiða. Hún stofnaði, ásamt nokkrum öðrum konum, félagið BISER í Wiesbaden í Þýskalandi. Það hafði það að markmiði að hjálpa konum í Bosníu eftir stríðið sem stóð frá 1992 til 1995. „Við keyptum og settum í stand skólahús í Sarajevo, Travnik og Tuzla og höfum rekið þar námsflokka fyrir konur, reyndar með hléum vegna peningaskorts,“ lýsir Vilborg. „Jafnframt höfum við veitt lögfræðilega ráð- gjöf og læknishjálp allt fram á þennan dag.“ Vilborg tekur fram að á Íslandi sé einnig til BISER- félag og að Kristín Ástgeirs- dóttir sé formaður þess. - gun Verðlaunuð fyrir starf í Bosníu VILBORG ÍSLEIFSDÓTTIR SAGNFRÆÐINGUR „Við keyptum og settum í stand skólahús í Sarajevo, Travnik og Tuzla og höfum rekið þar náms- flokka fyrir konur,“ lýsir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sara Vilbergsdóttir sem lést að hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði þann 19. mars, verður jarðsungin frá Ytri Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarkort hjá Garðvangi s. 422-7422. Guðmundur Kristjánsson Jón Ingiberg Guðmundsson Ásta Björg Ólafsdóttir Jóhanna Steinunn Guðmundsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Paul Hyatt Vilborg Guðmundsdóttir Ólafur Böðvar Helgason Kristján Vilberg Guðmundsson Aðalheiður Þórdís Marinósdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra sem heiðruðuð minningu og sýnduð hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengda- móður, fósturmóður, ömmu og langömmu, Ástu Björnsdóttur Leirubakka 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá starfsfólk hjúkrunarheimilisins Mörk. Guðjón Sveinbjörnsson Björn S. Stefánsson Þorgerður Sigurjónsdóttir Stella Stefánsdóttir Ásmundur Reykdal Hulda Sigurvinsdóttir Halldór Sigurðsson Logi A. Guðjónsson Jóhanna Jóhannesdóttir Sveinbjörn Guðjónsson Guðmundur Guðjónsson Jón Ívar Guðjónsson Árný J. Guðmundsdóttir Jóhann T. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, systir, mágkona og frænka Jónína Halldórsdóttir Birkihlíð 5, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 13.00. Halldór Axelsson Sigurður Axelsson Garðar Halldórsson Lovísa Ölversdóttir Dagbjört Halldórsdóttir Brynja Kristinsdóttir Garðar Kristinsson Haraldur Kristinsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Elín Guðmundsdóttir Hvassaleiti 46, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 22. mars á Hrafnistu DAS í Reykjavík. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. mars kl. 13. Guðmundur Guðmundsson, fv. slökkviliðsstjóri. Birna M. Guðmundsdóttir Barry Huckins Stefanía Guðmundsdóttir Georg S. Halldórsson María Sigrún Guðmundsdóttir Ívar Guðmundsson Kristín Kristjánsdóttir Gunnlaugur Guðmundsson Súsanna Svavarsdóttir Auður Guðmundsdóttir Gunnlaugur Kr. Jónsson Björn Valdimar Guðmundsson Helena Líndal Baldvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.