Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 2
28. mars 2011 MÁNUDAGUR2 LÍFEYRISMÁL Frestur til að sækja um að taka út séreignarsparnað rennur út 1. apríl næstkomandi og verða þeir sem hafa hugsað sér að taka út lífeyri að sækja um á fimmtudag í síðasta lagi, sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- samtökum lífeyrissjóða. Opnað var á úttekt séreignar- sparnaðar til að gefa fólki leið til að bregðast við erfiðu fjárhags- ástandi. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur einu sinni, og samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu stendur ekki til að framlengja hann aftur. Að hámarki má taka út fimm milljónir króna. - bj Enn hægt að taka út lífeyrinn: Sækja þarf um fyrir apríl Margrét, er ekki alltaf nóg framboð af sjálfmenntuðum trúðum? „Jú, en þeir fá ekki að vera með.“ Margrét Erla Maack tilheyrir Listahópnum Sirkus Íslands sem setur upp sýningu í apríl. Þar kemur fram menntaður trúður frá Danmörku. BRETLAND Breska efnahagsbrota- stofnunin Serious Fraud Office er að rannsaka hrun Landsbankans í Bretlandi. Rannsóknin er sögð beinast einkum að millifærslum af Icesave-reikningum bankans síðustu dagana og vikurnar fyrir hrunið. Það var breska dagblaðið The Telegraph sem skýrði frá þessu á laugardag. Þar kemur einnig fram að rannsóknin er unnin í samstarfi við rannsóknarstofnanir á Íslandi og í Lúxemborg. Áður hefur komið fram að SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz voru handteknir ný- verið ásamt fyrrverandi stjórn- endum Kaupþings í Bretlandi í tengslum við þá rannsókn. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í hádegisfrétt- um Bylgjunnar í gær ekki geta tjáð sig um málið þar sem rannsóknin væri á vegum SFO í Bretlandi. Á vegum sérstaks saksóknara hefur einnig farið fram rannsókn á starfsemi Landsbankans, rétt eins og hinna íslensku bankanna sem hrundu haustið 2008. - gb Breska efnahagsbrotastofnunin SFO rannsakar hrun Landsbankans í Bretlandi: Tilfærsla fjármuna rannsökuð SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sem nú sætir rannsókn bresku efnahagsbrota- stofnunarinnar SFO. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Óánægju gætir í ráð- herraliði VG með nýtt frum- varp til breytinga á lögum um Stjórnar ráðið. Frumvarpið var kynnt og samþykkt á fundi ríkisstjórnar innar á föstudag. Eftir því sem næst verður komist lýstu tveir ráðherrar VG andstöðu við frumvarpið; Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Jón mun hafa bókað andstöðu sína en Ögmundur samþykkt málið með fyrirvara. Frumvarpið veitir meðal ann- ars stjórnvöldum á hverjum tíma heimild til að skipuleggja Stjórnar ráðið. Í gildandi lögum eru ráðuneytin talin upp en frum- varpið gerir ráð fyrir að aðeins verði kveðið á um hámarksfjölda ráðuneyta í lögunum. Stjórnvöld ákveði hvaða ráðuneyti skuli starfrækt. Efla ber samhæfingu starfa milli ráðherra. Í þeim tilgangi er í frumvarpinu kveðið á um skyldu ráðherra til að leitast við að sam- hæfa stefnu sína og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið skarast og auk þess kveðið sér- staklega á um skyldu forsætis- ráðherra til að hafa frumkvæði að samhæfingu starfa ef á þarf að halda. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er það einkum þetta sem fer fyrir brjóstið á gagn- rýnendum í VG. Líta þeir svo á að með þessu ákvæði og þessum anda sé í raun verið að skylda hvern og einn ráðherra í ríkis- stjórn Íslands til að fara í einu og öllu að vilja forsætis ráðherra. Við bætist að ætlunin er að veita forsætisráðherra vald til að ákveða skiptingu starfa milli ráðherra. Er í þeim efnum eink- um horft til áforma um stofnun atvinnuvegaráðuneytis en það hefur verið eitt af hjartans málum Samfylkingarinnar en mætt and- stöðu innan VG. Er kveðið á um þá breytingu í stjórnarsáttmálanum. Verði frumvarpið að lögum þarf ekki sérstaka lagabreyt- ingu til að koma atvinnuvegar- áðuneytinu á fót; aðeins ákvörð- un forsætisráðherra og samþykki ríkisstjórnarinnar. Í frumvarpinu er einnig lagt til að ráðherrar fái að ráða sér sér- stakan ráðgjafa án auglýsingar, með sama hætti og þeir fá nú að ráða sér aðstoðarmenn. Frumvarpið er byggt á niður- stöðum og tillögum sem settar voru fram í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis, tillögum starfs- hóps sem forsætisráðherra skip- aði um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndarinnar, skýrslu þingmannanefndar sem fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og tillögum nefndar um endur- skoðun á lögum um Stjórnar- ráðið. bjorn@frettabladid.is Ráðherrar skyldaðir til að ganga í takt Stjórnvöld á hverjum tíma fá aukið sjálfræði um skipulag Stjórnarráðsins og skiptingu verkefna milli ráðuneyta, samkvæmt nýju frumvarpi. Ráðherrum verður gert að samhæfa stefnu sína og aðgerðir. Óánægja er í ráðherraliði VG. Á RÁÐHERRABEKKNUM Nöfnurnar og ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Júlíusdóttir stinga saman nefjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VÍSINDI, AP Stórir jarðskjálftar kalla ekki fram stóra jarðskjálfta annars staðar á jörðinni, að undan skildum eftirskjálftum í allt að níu hundruð kílómetra fjar- lægð. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem staðfestir það sem vísindamenn hefur flesta grunað þótt sumir hafi um það efast. Rannsókninni stjórnaði Tom Parsons við Texasháskóla í El Paso. Hann rýndi í gögn um jarð- skjálfta alls staðar á jörðinni árin 1999-2009. Þetta tímabil voru 205 stórir skjálftar, sem mældust sjö stig eða meira, og 25.222 meðalstórir, sem mældust 5 til 7 stig. - gb Stórir jarðskjálftar rannsakaðir: Hrinda ekki af stað fjarlægum stórskjálftum ATKVÆÐAGREIÐSLA Fólk getur kynnt sér upplýsingar um Icesave á nýjum kynn- ingarvef. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYKJAVÍKURBORG „Við teljum þetta ekki svara- vert,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, spurður um frétt Stöðvar 2 í gærkvöld um að ein ástæða þess að illa gangi með endur fjármögnun lána Orkuveit- unnar sé Facebook-færsla Jóns um að fyrirtækið sé „á hausnum“. Stöð 2 sagði ummæli borgarstjór- ans hafa verið þýdd fyrir erlenda lánardrottna með þeim afleiðingum að helstu lánveitendur ætluðu ekki að endurfjármagna lán Orkuveitunnar. Björn Blöndal segir Orkuveit- una búa að traustu tekjustreymi. Vandinn sé skortur á lausafé vegna mikilla skulda. „Menn hafa verið að vinna hörðum höndum að því að gera áætlanir og finna lausnir á þessum lausafjárvanda og ég vona að það sjái fyrir endann á því fyrr en síðar,“ segir Björn. Verið er að ganga frá sölu nokkurra eigna Orkuveitunnar úti á landi. Þá er rætt um að frekari gjaldskrár- hækkanir séu handan við hornið. Björn segist engu vilja svara um það. „Það væri óábyrgt af mér að segja til um slíkt núna.“ Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir nú unnið að áætlun sem kynnt verði mjög bráð- lega. „Það eru margar leiðir til að koma einu fyrirtæki fyrir vind. Orkuveit- an er ekki að fara á haus- inn,“ segir forstjórinn. - gar Lánardrottnar sagðir yfirgefa OR vegna orða Jóns Gnarr sem vísar slíku á bug: Ekki svaravert segir borgarstjóri BJÖRN BLÖNDAL Aðstoðarmaður borgarstjóra segir Jón Gnarr borgar- stjóra ekki telja fullyrðingar um að hann hafi spillt fyrir endurfjármögn- un Orkuveitunnar vera svaraverðar. KOSNINGAR Gert er ráð fyrir því að vefurinn thjodaratkvaedi.is verði opnaður í dag. Vefurinn er kynn- ingarsíða Lagastofnunar Háskóla Íslands þar sem hægt verður að nálgast hlutlausar upplýsingar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Kynningar efni verð- ur svo dreift á hvert heimili 4. og 5. apríl. Þá mun dreifing sérprentunar laganna hefjast í dag. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar verður lögð fram eigi síðar en á miðvikudaginn. - mmf Atkvæðagreiðsla um Icesave: Kosningavefur opnaður í dag GRÍÐARLEG EYÐILEGGING Öflugur jarðskjálfti skók Búrma í síðustu viku. Skjálftinn mældist 6,8 á Richter. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Sýrustig í sjónum í Eyjafirði er innan eðlilegra marka samkvæmt greiningum sem Matís framkvæmdi um helgina. Í tilkynningu frá aflþynnu- verksmiðju Becromal í Krossa- nesi við Akureyri kemur fram að mælingarnar séu til vitnis um að frárennsli verksmiðjunnar hafi engin áhrif haft til hækkunar á sýrustigi sjávarins. Sýnin voru tekin á þriggja kíló- metra svæði í fjörunni við verk- smiðjuna. - mmf Sýrustig sjávar eðlilegt: Frárennsli hef- ur engin áhrif LÖGREGLUMÁL Ölvaður ökumaður ók aftan á bifreið sem var á ferð Vatnsskarði á laugardag. Bifreið- in sem ekið var á var á 90 kíló- metra hraða á klukkustund. Auk ölvaða ökumannsins voru tveir ölvaðir farþegar með honum í för. Engan sakaði. - jma Ölvunarakstur í Vatnsskarði: Ók aftan á bíl sem var á ferð SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.