Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1918, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.10.1918, Blaðsíða 1
^ampimngm. Mánaðarrit til stuðninrjs IcirJcju og lcristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimt XXXIII. árg. WINNIPEG, OKTÓBER 1918 Nr. 8. Dagur Reiðinnar, “Dies iræ, dies iila Solvet sæolum in favilla, Teste David cum Sabylla. 1 heilagri ritningu er aftur og aftur talað um “dag reiðinnar.” Sérstaklega er þá liafður í liuga iiinn mikli dagur, þá Drottinn alsherjar dæmir heiminn síðsta sinn og hegnir óguðlegum ákaflega- En um aðra daga mikillar reiði er og talað og spáð, þá daga er réttlátur Guð lætur ógurlega refsingu ganga yfir heiminn, eða einstakar þjóð- ir, til þess að knýja menn til yfirbótar. Getur það dulist nokkrum kristnum manni, eða nokkr- um þeim, sem les heilaga ritningu og trúir orði liennar, að nú er í heiminum dagar mikillar reiði? Má vera, að aldrei hafi frá upphafi heims annar eins refsidómur gengið yfir mannkynið eins og einmitt nú. Stríðið ógurlega, sem logar eins og brennandi bál um mestan hluta veraldarinn- ar, verður að skoðast sem ægilegur refsidómur, þó mil- jónir saklausra manna líði ásamt hinum ranglátu. Slysin miklu í öllum áttum, svo sem eldarnir óskaplegu í Minne- sota og 'Wisconsin, þar sem þúsundir manna liafa látið lífið og eignatjón svo mikið orðið, að ekki verður metið, eru í huga hvers manns. Og nú geysar hér um borgir og bygðir hin skæða landfarsótt, svo mannfólkið liggur í kös og deyr unnvörpum; mannfundir allir eru bannaðir í borgum, skólum lokað og kirkjum, og allir eru á nálum um, að þá og þegar verði heimili manns að sjúkrahúsi. Og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.