Sameiningin - 01.10.1918, Side 20
244
Þakklátssemi,
Eftir sóra X. Steingr. Thorláksson.
Vér kunnum allir aS meta þakklátssemi hjá öðrum. Oss
finst hún prýði framkomu manns, en að óprýði sé að van-
þakklætinu, Ihvar sem það kemur í ljós. 0g oss finst það
sjálfsögð skylda þeirra, sem þiggja einhverja velgerð, að
viotta þakklæti þeim, er velgerðina veitti.
En þegar vér finnum til þess, að oss ber að sýna þakk-
látssemi hver öðrum, 'þá ættum vér isannarlega ekki síður að
finna til þakklætisskyldu vorrar gagnvart Guði; enda finna
allir kristnir menn til hennar. pakklátssemin getur verið á
ýmsu stigi hjá þeim. Undir því er kornið, ihvað glögga sjón
þeir hafa á velgerðum Guðs og hvemig þeir hafa tamið sér
þakkiátSiSemina.
Vér getum tamið oss bæði ilt og gott. Auðvitað þá tam-
ið osis, hvort heldur vér viljum vanþakklæti eða þakklátssemi.
Enginn er vanþakklátur af því hann er svo gerður. Né þakk-
látssamur af því hann er svo gerður. Undir ihonum sjálfum
er komið.
Að vísu er iheimurinn iögbundinn heimur, bæði andans
heimur og líkamans heimurinn; en þrátt fyrir það er andans
heimur frjáls heimur. par er vilji. Og þar sem vilji er,
þar er fnelsi, þótt frelsið isé takmarkað og höft séu hið ytra
og viljinn sé fjarri því að vera alfrjáls.
Maðurinn, sem vilja er gæddur, má velja um, hvaða lög-
urn andans hann viil lúta, Ihvort heldur lögum þeim, sem leiða
hann niður á við og gera hann að verri og verri manni, eða
lögum þeim, sem Ihefja hann hærra og gera hann að betri og
meiri manni. Sá, sem temur sér það, sem ljótt er, hann hef-
ir valið sér að lúta löguim, -sem leiða hann niður á við. Hinn,
sem temur sér það góða og fagra, hann hefir valið sér að lúta
lögum, sem lyfta manninum.
Einis og maðurinn sáir, eins mun hann og upp skera. En
hann er ekki neyddur til þess að sá til iMgresis. Bóndinn
velur sér útsæði. Og búskapur hans fer nokkuð eftir því,
hvernig hann gerir það. Vér eigum kost á að velja oss út-
sæði til þess að sá í andans akur vom. Og mikið er undir
því komið, hvemig vér gerum það. Á osis hvílir ábyrgð. Og
ábyrgðaúhluti vor er í því fólginn, hvernig vér notum það,
sem oss er gefinn kostur á að nota. pví meira gildi, isem það