Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1918, Side 10

Sameiningin - 01.10.1918, Side 10
234 gagn þeir geta af íslenzka boðskapnum og kenslunni og svo fara, þegar við þá verður ekki lengur ráðið. Með því móti hverfur alt og deyr með tímanum. Hin leiðin er það, að nota ensku við kristindómsstarfið þar allsstaða, sem það er nauðsynlegt til þess, að geta náð með boðskap kristindómsins sem bezt til hjartna manna og barna, muna það, að dýrmætást af öllu í feðra-arfi vorum er feðra-trú- in, og aðal-ætlunarverk kristinnar kirkju er það, að l)jarga sálum mannanna til eilífs lífs. Sá, sem þetta skrifar, er ekki í neinum vafa um það, að síðari leiðin er sú leið, sem Drottinn krefst að vér göngum. Greinarhöfundur er ó- viss um, að aðrir hafi öllu meira en hann haft fyrir því, að afla sér sjálfum þekkingar á íslenzkri tungu, né aðrir hafi meiri nautn af og ást til íslenkra fræða en hann. En um það er hann ekki í neinum vafa, að sá Guð og frelsari, sem hann veikur þjónar, vill livorki hlífa honum né nein- um öðrum þjóni sínum við því, að varðveita Drottins hjörð alla, sem honum er trúað fyrir, og nota sérhvert verkfæri, sem Guð ljær honum, hvort sem það er enskt eða íslenzkt, til þess að greiða börnum mannanna götuna til Guðs. Að nota ekki það verkfærið, sem við á og verkið yrði bezt unnið með, það telur hann synd á móti heilög- um anda. Við þetta býst hann að standa í Jesú nafni, á hverju sem gengur, hvort vel' er talað um hann eða illa. Getum vér því ekki komist að annari niðurstöðu en þeirri, að nota verði tungurnar tvær, sem Guð hefir gefið fólki voru að tala, mál feðra vorra og mál barna vorra, og að vér eigum að bið.ja Guð að blessa þær tungur báðar og gera hvorartveggju að dýrmætum verkfærum í þjón- ustu heilags anda til að leiða sálir mannanna til sáluhjálp- legrar trúar og eilífs lífs. Leyfum Guði að tala til sér- hvers hjarta á lijartans eigin máli, hvað sem það er kall- að. En þess megum vér óska og að því megum vér starfa, að hjartamálið verði sem lengst og hjá sem flestum hið íslenzka mál.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.