Sameiningin - 01.10.1918, Blaðsíða 7
231
En þá ríður á því, að allir séu víðsýnir, stórhuga og
nm fram alt — sanngjarnir.
Frá upphafi vega hefir kirkjufélagið kappkostað að
flytja með sér inn í hérlenda þjóðfélagið sem allra mest
af gæðum þeim, sem vér höfum erft frá feðrum vornm.
Kirkjufélagið hefir verið sterkasta taugin, sem tengt
hefir fortíð og nútíð. Sú aðstaða þess er að öllu leyti
óbreytt enn, og verður vonandi aldrei breytt, enda þótt
framþróunin þjóðernislega krefjist nýrra starfs-aðferða.
Oss dylst það ekki, og mú ekki dyljast það, að fyrir það,
að fæðast í þessu landi, eða fyrir það, að hafa unnið liinn
dýra borgara-eið og fyrir það orðið aðnjótandi barnarétt-
ins, erum vér, — líkami og sál, — hérlendir menn, Amer-
íkumenn — vér undanskiljum ekki sálina þá vér sverjum
oss í samfélag við hérlenda þjóð. Að gefa hönd, en ekki
hjarta, er jafn glæpsamlegt gagnvart fósturjörð sem fest-
armey. En þar fyrir er ekkert því til fyrirstöðu, frá
þjóðernislegu sjónarmiði, heldur alt sem til þess knýr, að
varðveita og f-lytja ávalt með sér mál og menning þess
lands, sem feður manns eru komnir frá. Auðvitað verður
tunga þessa lands tung’a barna vorra; eins og þeirra sál
er hérlend sál. En samt er ])að skylda vor gagnvart þeim
að kenna þeim alt, er vér getum af fræðum feðra vorra og
fá þau til að læra tungu forfeðra sinna — varðveita
tengslin við fortíðina. Menningar-gildi íslenzkrar tungu
og íslenzkra bókmenta á umfram alt að kenna öllum náms-
mönnum að meta.
Kirkjufélagið hefir leitast við eftir mætti að varð-
veita tengslin við fortíðina íslenzku. A síðustu fimm
árum hefir það kostað liingað vestur frá íslandi og til um-
ferðar um söfnuði sína þrjá þjóðkunna menn: séra Fr.
Friðriksson, dr. Guðm. Finnbogason og cand. S. A. G ísla-
son. Með ærnum tilkostnaði hefir það ráðist í að koma
upp skóla og starfrækt liann nú á sjötta ár. Auðvitað er
aðal-augnamið skólans að veita æskulýð vorum kristilegt
og kirkjulegt uppeldi og leiða hann til mannkyns frelsar-
ans Jesú Krists og vekja upp menn til kristidóms-starfs
í söfnuðum vorum. En af öllu kappi er af því unnið í
skólanum, að veita nemendum þekking á íslenzkum fræð-