Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1918, Síða 21

Sameiningin - 01.10.1918, Síða 21
245 hefir fyrir oss, því meira verður tjónið, sem vér bíðum af því, ef vér viljum ek'ki nota oss það eða notum oss það illa. J?að er hætta í sambandi við það, að eiga kost á að njóta þess sem mikið er. Og því meira sem það er, því meiri verð- ur hættan. Ef allir findu til þess og sæj u ábyrgðina., sem á þeim hvílir, og hvað fram undan er og undir þeim isjáifum er komið! En væru ekki að reyna að smeygja sér unöan og koma ábyrgðinni á aðra eða annað, til þess að geta þvegið hendur sínar: “Fyrir fólkinu þegar þar þvoði Pilatus hendumar, fyrir Guði sér þann gerði grun, gilda mundi sú afsökun. Varastu, maður, iheimsku hans, hér þótt þú villir sjónir manns, almáttugs Drottins augsýn skær alt þitt ihjarta rannsakað fær.” Kenningar þær eru eitur öllu andlegu lífi, sem svæfa eða veikja ábyrgðar-tilfinninguna ihjá oss, og þeir menn, sem þær flytja, eru eiturbyrlarar, sem; ekki síður þarf að varast og vinna á móti en öðrum, sem ilt aðhafast. Hættan, sem af þeim stafar, verður líka meiri fyrir það, að þeir -eiga mann sameðla við isig í voru eigin brjósti. Nú, vor betri maður samsinnir því, að vér berum sjálfir ábyrgð á því, hvernig vér erum. Undir því er sem sé komið, hvað vér höfurn tamið oss, ieða hvaða lögum vér höfum lotið í daglegu lífi voru, — ihvað vér höfum viljað og valið oss. Vér getum tamið oss þakklátssemi og orðið þakklátir menn; eða vér getum tamið oss vanþakklæti og orðið van- þakklátir menn. Annaðhvort. Og vér getum valið oss, hvort sem er. Og hvað vér verðum, er undir því komið, hvað vér viljum og veljum. Mikið er um vert, að vér viljum og veljum oss það, að temja oss þakklátsisemi. Ekki aðeins að það sómi sér betur fyrir oss að vera þabklátir, af því að það er eitt af því, sem gott er til afspurnar; heldur er manngildi vort og lífsgildi undir því komið. J7akkláti maðurinn er meira virði, bæði fyrir sálfan sig og aðra, heldur en vanþakkláti maðurinn, og svo er um liífið íhans. pað er bæði gróði fyrir hann og í gróðadálki lífsins fyrir mannfélagið, sem hann tilheyrir. En hinn vanþakkláti maður er bæði að spilla fyrir sjálfum sér

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.