Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1918, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.10.1918, Qupperneq 12
236 innar. Hljóðar hann um foreldra og kennara og er þetta fyrsta greinin: “1. Sambandið milli foreldra og skóla. — Sutnir hafa þá skoSun, að skólinn sé staSur þar sem börnum sé komið fyrir til pössunar, en aö öðru leyti er þeiin litið hugarhaldið um skólann eða kennarann. En þetta er röng hugsun. Verki foreldranna er ekki lokiö með því að klæSa börnin og sjá þeim fyrir líkamlegum þörfum; þeir hafa ekki heldur gert alla skyldu sína með því að láta þauí ganga reglulega i skóla. Ef foreldrunum er áhugamál aö börn þerra komist vel áfram og njóti svo góðrar skólafræðslu, sem ikostur er á, þá verða þeir aö neyta allra ráða til að gera þeim kost á því, búa sem allra bezt í haginu. I Ameriku er tækifæri fyrir öll börn til þess að menta sig. í>ar eru engar fastar .skorður settar, heldur er hugsun og framkvæmd eins frí og frjáls og fjallaloftið. iÞar geta foreldrar ráðið miklu um lít barna sinna, og barnið getur verið “sinnar lukku smiður.” þar eru möguleikum barnæskunnar engin takmörk sett, né hæfileikarnir kæfðir af óskeikandi örlögum. En þrátt fyrir alla þá fögru staði sem skólahúsunuim eru valdir, og þrátt fyrir það að skólahúsin sjálf eru eins og hallir, ríkulega út- búin að skólaáhöldum, þeim er heimurinn þekkir bezt, þá er skólinn ófullkominn nema við kennaraborðið sitji góður og gegn maður, og á heimilunum séu hugsunarsamir foreldrar. Það eru þessir tveir kraftar sem hafa áhrif á barnið. Það er ekki tilgangurinn að fylla það fræð- um líkt og leikbrúður er fylt sagi. Það er lifandi vera sem á að þroskast á líkama, anda og sál, og skólinn á að vera stofnun þar sem foreldrar og kennarar vinna saman í fullkomnu samræmi, til að þroska barnið, og þa^sem beztu hæfileikar þess eiga að temjast í fullu frelsi. En í óðaönn daglegra starfa draga menn úr sönnu gildi skólanna, eða elju þeirra er fræða börnin þeirra. Of oft kemur það fyrir, að for- eldrar þekkja kennarana ekki, og reyna ekki til að kynnast manninum sem hefir meiri áhrif á börn þeirra en nokkur annar. Sumir hafa of miklar annir til þess að gefa sér tíma til að sikifta sér nokkuð af upp- eldi barna sinna. Esaús afkomendur eru ekki aldauða enn. Þeir eru til í hverri sveit, sem um ekkert hugsa annað en peninga. Starf kenn- arans verður að litlu liði, ef heimilin styðja það ekki, og ef kennari er með öllu afskiftulaus um börn skólahéraðsins nema rétt í kenslu- stundunum, þá hefði verið betra að hann hefði aldrei stígið fæti sín- um í það skólahérað. Umhyggja kennarans fyrir börnunum verður að fylgja þeim þeim, og þar verða áhrif foreldranna að taka við. Mörgum kennara hefir fatast rétt meðferð barna, af því að hann þekti ekki eðli þeirra og innræti, en þeirrar þekkingar er honum innan hand- ar að áfla sér hjá foreldrum þeirra. Of víða er sambandið milli for- nokkurt heimili skuli geta sent svona iila siðuð börn í skólann, og for- eldra og kennara “vopnað hlutleysi.” Kennararnir furða sig á þvi, að eldrarnir geta ekki skilið tiil hvers kennarinn er, ef hann getur ekki breytt strákum og istelpum, sem heimilið ræður ekki við, í hlýðin og skikkanleg börn. En stundum er þetta kraftaverk unnið. Oft hefir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.