Sameiningin - 01.10.1918, Side 5
229
ar deildar kirkjunnar teljast, liafi að snmu leyti mist kraft
sakramentanna frá sér. Þannig kemst svo að orði hinn
merki enski gTiðfræðingur, dr. Forsythe, í bók sinni The
Church ancl the Sacraments: ‘ ‘Losum oss að minsta kosti
við þá kenning, sem gjört hefir guðsdýrkun vora óbæri-
lega fátæklega, að athöfnin sé einungis minningarathöfn.
Engin kirkja getur með því móti haldið lífi. Hvernig
getur verið einungis um minningu hans að ræða, sem enn
er á lífi, enn er líf vort, enn er hjá oss og starfar með oss?
Það er ekki minning löngu dáins Krists, og heldur ekki
tákn um fjarverandi Krist, heldur sjálfs-gjöf nærverandi,
lifandi endurlausnara. ’ ’
Þekking vor er í molum og leyndardómar Guðs eru
oss lítt skiljanlegir, en lofaður sé Guð og faðir Drottins
vors Jesú Krists, sem fyrir heilagan anda hefir gefið oss
trú til' þess að meðtaka með dýpsta þakklæti hjarta vors
náð og bleissun heilagrar kvöldmáltíðar.
Nú í haust — nú á tíma neyðarinnar og sársaukans,
ætti kvöldmáltíðar stundin í söfnuðunum að vera öllum
kristnum mönnum kærkomin stund. Með syndina miklu
og mörgu sárin sín, ætti hjartað að þrá frið og fyrirgefn-
ing, þrek og styrk, við kærleiksborð frelsarans.
“Allar nægtir æðstu gæða
Eg, minn Jesú, fæ hjá þér;
Himnesk orð þín hugga’ og fræða,
Himnesk náð þín líknar mér;
Ilold og blóð þitt, hold og blóð þitt
Himnesk lífsins fæða er.”
Kirkjufélagið og tungurnar tvœr.
Fremur flestu öðru þurfa þeir menn, sem saman
eru í félagi, að skilja það vel, að hver um sig verður að
taka tjllit til hinna, ef vel á að fara sambúðin. Þó menn
sé saman um ákveðið efni, mega menn ekki krefjast þess,
að félagar sínir séu að öðru leyti nákvæmlega eins og þeir
sjálfir. Sé félagið útbreitt yfir stórt svæði, og ástæður
manna því ólíkar, er vrn að gera, að taka sanngjarnt til-