Sameiningin - 01.10.1918, Side 6
230
lit til þess og liaga starfi að aðal-málefni félagsskaparins
með það fyrir augum. Alt annað væri rangsleitni, sem fé-
laginu sjálfu kæmi í koll. Á þetta .jaí’nl við allan félags-
skap, hverju nafni sem nefnist, og því einnig við kirkju-
félagið vort kæra, s'em vér allir viljum styðja.
Nú þurfum vér, bræður, sem félag þetta eigum sam-
an, að minnast þess, að vér búum mjög á dreifingu og
langt bil er á milli vor margra og ólíkar ástæður eru, eftir
því hvar vér erum búsettir. Það er langt frá Minneota
til Mikleyjar og frá Selkirk til Seattle. Og engu skemmra
er á milli manna að sumu öðru leyti. Lifnaðarhættir og
atvinna er ólíkt. Umheimamir eru ólíkir. Hugsunarbátt-
ur fólks er ólíkur. Þeir bópar Islendinga, sem búa í borg-
um innan um annað fólk, eiga ólíka aðstöðu þeim íslenzk-
um mannhópum, sem búa einir út af fyrir sig í sveit.
Sumar bygðirnar eru miklu eldri en aðrar; sumar eru ein-
angraðar, en aðrar inni í bygðum annars fólks; sumir ein-
staklingarnir eru nýkomnir í landið, aðrir eru bér bornir
og barnfæddir og enda foreldrar þeirra líka.
Þjóðernislega eru þá að sjálfsögðu ástæður manna
ólíkar, eftir því bvar menn eru búsettir og bversu langt
þeir eru komnir inn í hinn nýja beim í Ameríku. Þeir, sem
búið liafa á afskektum stöðum, eða einir sér, eða eru til-
tölulega nýkomnir frá íslandi, eiga enn sitt íslenzka móð-
nrmál sem mál hjarta síns, og ýmsum öðrum hefir einnig
auðnast að varðveita það sem bjartans mál og alt íslenzkt
sem sína eign. En þeir, sem lxér í landi eru fæddir og
eiga jafnvel foreldra, sem bér eru fæddir eða hingað flutt-
ust sem börn, og bafa alist upp í ensku mannfélagi að
mestu leyti, þeim er enskan móðurmál og hjartans mál,
jafn heilagt l>eim og hinum er íslenzkan. Við þetta verður
að kannast. Gretur engu nema iliu valdið nokkurntíma að
telja sér trú um annað en það sem er, bvort sem manni
fellur betur eða ver.
Þetta ástand á starfssvæði sínu verður kirkjufélag
vort að taka til greina og haga sér eftir því við starf það,
sem Drottinn hefir falið því: að boða orð sálubjálparinn-
ar og trúarinnar á Jesúm Ivrist því fólki, sem til lands
þessa flutti frá íslandi og niðjuin þess, áratug eftir áratug
og — ef það ekki brýtur af sér Guðs náð — öld eftir öld.