Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Síða 5

Sameiningin - 01.12.1918, Síða 5
Þegar á efni það er litið, sem fyrir liggur, stríðið, sigurinn og framtíðar-horfurnar, þá verður það fyrst fyrir manni, livað það er óumræðilega stórt, Og þó er það engan veg alt komið í Ijós, um það verður rætt og ritað ár eftir ár, og ekki fyr en sagan verður skráð, löngu eftir að sú kynslóð, er nú lifir, verður fallin frá, koma öll gögn til greina og fullkominn skilningurfæst á viðburðum þeim, sem nú hafa gerst og enn gerast. Og 'þó geturn vér ekki réttilega eða viturlega fært þakkarfórnir vorar, nema svo að vér rifjum upp helztu atriði þessara viðburða. Um orsuk og tildrög ófriðarins er það að segja í fæst- um orðuin, að á liðnum áratugum liöfðu tvö sterk öfl, sem rauriar hafa ávalt verið við lýði, magnast mjög í heiminum og þeimhlaut fyr eða síðar að slá saman, og annað hvort að sigra ;• því þau voru og eru og verða meðan hoimur stendur hvort öðru andvíg. Annarsvegar var afl lýðfrels- isins, kraftur hins meðfædda frelsis allra manna og með- skapað sjáifræði mannsins til að leita hamingju sinnar í heiminum, óháður að öllu leyti nema því, sem menn sjálfir koma sér saman um að hafa sem lög og reglur fyrir skipu- lagi mannfélagsinis, og skal þar liinn lægsti og fátækasti jafn rétthár, sem liinn æðsti og ríkasti, og enginn má öðr- um fremur fara með vald eða stjórn, nema að því leyti, sem íhonurn er falið það af sínum samborgurum. I kyr~ þey þroskaðist þessi guðigefna frelsisstefna. Smám sam- an náði hún sér rneir og rneir niðri í meðvitund almenn- ing'S, og þó engin þjóð hafi enn náð takmarkinu til fulls, þá hafði þó, fvrir baráttu og mörg frelsisstríð, lýðfrelsis- hugsjónirnar orðið ofan á og borið blessunarríka ávexti, eirikum hjá liinum engilsaxnesku, frönsku, svisslenzku og norrænu þjóðflokkum. 1 annan stað magnaðist hið gagnstæða afl, hið æfa- gamla afl yfirdrotnunar einstakra manna, sem taka í sín- ar hendur einir sameiginlegan sjóð almennings réttinda og iskipa vilja fyrir frá hærri stöðurn þeim öllmn, sem dvelja á jafnsléttu mannlífsins. Einkaréttinda- og yfir- drotnunarstefnan bjó um sig í ramgjörðum vígjum og hafði í höndum sér hervald, .sem magnað var ár frá.ári, þar til það var af sköpurum slínum talið ósigrandi. Þetta

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.