Sameiningin - 01.12.1918, Síða 7
295
laus, þó samfoyg'ð þeirra væri öll með lýðveldisfylkingun-
um brezku og frönsku og þeirra samlierjum. Það var orðin
Iiefðardielgi þar að gefa sig e'kki við erlendum ófriði.
En svo fór að þau þoldu ekki mátið. Það gat ekki dulist,
að yrði afl mannréttinda og lýðstjórnar að falla fyrir
bolmagni einveldisins í Evrópu, þá var með því frelsið,
líklega að eilífu, gert útlægt úr heimi þesisum, og þá einnig
úr Vesturheimi. Bandaríkin fundu sigíþví tilknúð að sker-
ast. í leikinn, og ekki þarf í felur með það að fara, að ein
sterkasta fivöt Bandaríkjanna var dæmi það, sem Canada
hafði gefið, bræðra þjóðin norðan “línunnar.” Sam-
hygðin með Canada og aðdáunin að fórnargjörð og
hreysti Canada-hersins var sem keyri á systur ])jóðina
fyrir sunnan að ganga í stríðið. Svo varð og. Og með
því voru sameinuð öll aðal-öfl sjálfsforræðisins gegn sam-
einuðu afli yfirdrotnunarinnar. Og nú er stríðið búið.
Afl frelsisins vann algjörðan og ævarandi sigur. Og
hæstum Ouði í himnuin sé lof og dýrð að eilífu!
En kostnaðurinn? Hann reiknar enginn maður.
Tölum vér um efnalegan tilkostnað og fé, sem í sölur var
lagt, þá gerir hugurinn ekki annað en svima, þá nefndar
eru tölur miljóna, biljóna og triljóna. Ekki heldur verða
rústirnar í stríðslöndunum og eyðing listaverka til pen-
inga metið. Ait er það þó smávægilegt til' samjafnaðar
við þann tilkostnað mannlegs blóðs, sem úthelt hefir verið
í stríði þessu sálu heimsims til lífs. Enginn hlutur hefir
verið í iheimi þessum jafn dýru verði keyptur eins og
frelsið, sem nú var veröldinni keypt til handa, enginn
hlutur, neina eilíf sáluhjálp mannanna, sem keypt var með
Guð's blóði á krossi. Miljónirnar, sem lagt hafa lífið í
sölurnar, þúsundir ekknanna og tugir þúsunda mæðranna,
táraflóðiu og hjartasárin, — engin mælistika mælir það
dýpi isorganna, sem stríðið og sigurinn og frelsið unna
liefir kostað. Alla sorgina, allan tilkostnaðinn, fáum vér
all ekki metið. Ekkert mamdegt hjarta rúmar það alt.
En vér þekkjum vora sorg, vorn tilkostnað. Og þó getum
vér ekki annað en glaðst yfir því, að hafa átt vorn litla
þátt í því að gráta heiminn úr helju. En þegar litið er á
þessa hlið mátsins, er þess að gæta, að lífið alt er óslitin