Sameiningin - 01.12.1918, Page 9
297
Eigum vér að liata þá? Eða eigum vér að fyrirgefa þeim
og reyna að elska þá? Alclrei skal mælst til þess við
kristna-menn, að þeir umberi eða fyrirgefi eða semji frið
við þau djöfullegu öfl ofbeldis og þá stefnu kúgunar, sem
barist var móti, hvar sem þau öfl láta ti'l sín taka. En
mannfólkið í óvinalöndunum, sem blekt var af drotnum
sínum og sjálft líður nú mest, það má ekki hata. Fyrir-
iiða og frumkvöðla ofbeldisins getum vér nú rólegir afhent
þeirri óskeikulu réttvísi, sem aldrei lætur að sér hæða og
sannarlega mun ná tökum á keisaranum og þeim. sem
honum eru mest meðsekir. Manni ógnar sá dómur, sem
þeir menn hafa stevpt yfir sig og fá ekki umflúið. En
almenningur allurí löndum þeim, sem strítt liafa móti oss,
er nú aumstaddari en svo, að kristnum mönnum beri að
hata hann. Súrastar dreggjar drekka þjóðirnar sjálfar,
sem sigraðar eru, og nú byltast í blóði sínu Þegar eg
lieyri talað um að hata ávalt Þjóðverja, fer lirollur um
mig. Mér dettur í hug atvik, sem eg man vel eftir frá því
að Bandaríkin áttu í stríðinu við Spán árið 1898. Það
var í sjóorustunni við Santiago-de-Cuba, |>á spanska
flotanum var eyt.t. Foringi á einu herskipi Bandaríkj
anna var kapt. Philip. Hafðihann stjórn á skipi því, er
duglegast revndist í orustunni. Það var eitt sinn, er
sprengt var eitt spanska herskipið með stórskoti frá skipi
hans, að liðsmenn hans tóku að„ æpa fagnaðaróp. Þá
mælti hershöfðinginn, og eru þau orð í minni höfð: “Don’t
shout, boys, the poor devils are dying.” (Æpið ekki,
1 >iltar, veslingarnir eru að drukna). Þetta var sami mað-
ur, sem að loknu dagsverkinu og sigruðum flotanum
spanska, kvaddi alla skipshöfn sína og stríðsmenn á
þilfar, bað alla taka ofan, og þakkaði í heyranda hljóði
almáttugum Huði af lirærðu hjarta fyrir sigurgjöfina.
Ivapt. Philip var kristinn maður. Hugarfar svipað lians
finst mér að nú eitt sæmi kristnum mönnum. Óvinirnir
eru að drukna, sökkva í haf sundrungar, bjargarlevsis og
alskonar hörmunga; en jafnframt reyna þeir að bjarga
lífi sínu, reka öfl vonskunnar frá völdum, stofna lýðfrjáls-
ar og.nýjar þjóðir. Þeir sem nú hafa anda Krists í sér,
ættu að skoða það bæði heilaga skyldu og ljúfa, að koma
nú til liðs þesisum aumstöddu þjóðum, kenna þeim og