Sameiningin - 01.04.1919, Page 4
34
Lífið og ódauðleikinn.
(Páska-hugleiðing).
Hjarta yffar skelfist ekki; trúiff á Guff og trúiff á mig.
i í hiísi föffur míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, mundi
eg þá hafa sagt yffur, aff eg fœri burt aff búa yffur staðf
Og þegar eg er farinn burt og hefi búiff yffur staff, kem
eg aftur og mun taka yffur til mín, til þess aff þér séuff
og þar sem eg er.—Jóh. 14, 1-3.
Elzta ráðgáta mannsins er dauðinn. Hann er einnig
ráðgátan yngsta. Og gáta sú er jafnvandráðin nú eins
og þegar móðir vor Eva horfði fyrsta sinn á lík Abels
sonar síns og undraðist hinn djúpa svefn, sem siginn
var á augu hins fyrsta manns, er dauðinn vafði örmum
sínum.
Fyrirbrigði það, er nefnum vér dauða, þekkjum
vér að eins frá annari. hlið, þeirri ihlið, sem snýr að oss.
En hvað ier hinum megin? Hver áhrif hefir það, sem
þar er, á sérvoruleik og áframhald sjálfstæðs og sjálfs-
meðvitandi lífs? Er það víst, að sénlíf einstaklingsins
þoli þá raun, að .sýnileg mynd þess hverfi og áþreifanleg
efni þess leysist öll í sundur! Fæðist nýtt líf í dyrum
dauðans, eða opnast þær dyr að eilífri auðn? Haldi lífið
áfram eftir það að líkaminn devr, hvemig verður þá líf
vort og hverjum kjörum liáð hinum megin? Munum vér
fá að vita og vilja, óska og elska, iðja og biðja líka þar ?
Sú stund er nálæg oss öllum, þá alt hið jarðneska
hverfur oss; þá árstíðirnar komandi og farandi vekja
hjá oss framar Ihvorki þörf né iþrá; þá vér ekki fáum
framar vaknað við ylgeisla morgunsárins, né horft hug-
fangmir á dýrð sólsetursins í vestrinu, né lyft augum vor-
um upp til alstimdrar festingar himinsins bláa; þá kliður
fuglanna og niður lækjanna nær ekki til hlusta vorra;
])á vér sjáumst ei framar á götunum, sem vér nú daglega
göngum, í húsunum þar vér nú búum, í kirkjunum þar
sem vér biðjum Guð; þá vér ekki lengur fáum sáð akra
vora og séð kornið og grösin og blómin spretta; þá vér
ekki lengur fáum sótt fundi vina vorra, bundist handa-
böndum og skifst kveðjuorðum við bræður vora; þá vér
ekki fáum hugleitt hvílíkur leikur lífsins er, ekki gert