Sameiningin - 01.04.1919, Qupperneq 12
42
þýzkuin rótum runnin, lieitir “Sameinaða lúterska
kirkjan í Ameríku. ” Nöfnin sýna glögt, hvað fyrir leið-
togurn Ihreyfingar Iþessarar liefir vakað í hvoru tveggja
liðinu. Það er sú djarfa von, að upp úr öUu lúterska
brötasillfrinu megi með tíð og iJíana verða steyptur einn
smíðisgripur hér í landi, mi'kill og veglegur, til dýrðar
alvöldum Gluði. Hætt er þó við, að það eigi langt í land,
því enn eru mörg félög lútersk hér í álfu, stór og smá,
sem ekki sjá isér annað fært en að sigla sinn eiginn sjó.
Sunmm er ant um þjóðernis-arfinn, og télja tryggast að
búa að honum út af fyrir sig; önnur vilja ekki með
nokkru móti rýra gildi sérskoðana sinna með andlegu
samneyti við aðra Lútersmenn. Þar er Missouri sýnodan
efst á blaði, bæði sakir stærðar og ekki isíður fyrir hitt,
að hún er óefað einrænust allra félaga, sem bera lúterskt
nafn. Hún hafnar enn öllu samneyti kirkjulegu við aðra
meðbræður sína, nema þeir játist undir Missouriskuna
með henni, í sanáu sem stóru.
En hvort sem þess verður langt eða skamt að bíða,
að allir lútersku flokkarnir komist í sömu félagsheild, þá
hefir þó bróðuilhugurinn og saimúðin aukist blessunar-
lega nú í síðustu tíð milli flestra félaganna. Fleira
hefir unnist, sem til einingar horfir, heldur en það eitt
að steypa þau saman. Þau hafa flest tekið fegins liendi
við þeim sannleika, sem nú er orðinn álþreifanlegri en
nokkru sinni áður, að samvinna er óhjákvæmileg og
sjálfsögð í mörgum málum, sem snerta alla kirkjuna
jaínt. Ófriðurinn leiddi þá nanðsyn í Ijós mjög berlega.
Þegar Bandaríkin leiddust inn í þann hildarleik og söfn-
uðu liði, þá voru á skömmuim tíma saman komuar í her-
búðunum margar þúsundir lúterskra ungmenna, víðs-
vegar að og af öllum kvnkvíslum og sauðahúsum kirkju
vorrar. Það var óbleift verk einstökum kirkjufélögum.
að elta u]>p sína sérstöku meðlimi í öllum þeim sæg og
skilja þá frá öðrum, trúarlega. Ætti nokkuð að vinnast,
þá varð að sameina krafta sína og gjöra átakið sem ein
heild. Þetta sáu flest félögin. Þau lögðu 'saman fé og
krafta til verksins, beggja megin “línunnar”, og hreyf-
ingin var afar-vinsæl og bar góðan ávöxt. Þótti því
sjálfsagt að efna til svipaðrar samvinnu á öði-um svæð-