Sameiningin - 01.04.1919, Page 13
43
um, þar sem líkt stóð á. Risavaxinn iðnaður ýiniskonar,
sem ófriðurinn Ieidcli af sér, safnaði -saman miklum s;pg
verkamanna úr öllum áttum á ýmsar atvinnustöðvar í
landinu. 1 þeirn mannfjölda var auðvitað mikið af
lútersku fólki, sem komið var alstaðar að, alveg eins og
í herbúðunum, og sanwinnuþörfin því litlu minni. Hafa
því mörg félög fyibt sér saman um starfið rneðal þessa
fólks.
Enn annað hefir mörgum leiðtogunum skilist að
nauðsynlegt væri. Ivirkja vor þarf að geta látið til sín
taka ,sem heild í málum þeim öllum, kirkjulegum og þjóð-
legum, isem Ihana varða. Og eins, ef hún vill rétta lijálp-
arhönd trúhræðrum vorum í Norðurálfu—sem víða hafa
orðið fyrir miklum áföillum, bæði í ófriðnum sjálfum, og
eins í róstunum, sem honum liafa fylgt—þá þurfa hér-
lendir Lútersmenn að vera í samlögum um það verk, svo
að vel fari.
Lang-flest hafa lútersku félögin orðið á eitt sátt í
þessu efni, og samvinnan, sem átti upptök sín í trúboði
og sállgæslustarfi meðal lúterskra hermanna, hefir nú
færst yfir á önnur svið og er komin á fastan fót. Á síð-
asta hausti var sett alf stokkunum nokkurs konar sam-
vinnunefnd eða bandálags-ráðaneyti, sem heitir “Na-
tional Lutheran Council.” Sú stofnun á, skilst mér, að
beita sér fyrir samvinnunni, sem þegar var ’hafin, og
færa kvíarnar talsvert út. 1 ráði þessu hafa flest
lútersku félögin erindsreka—ekki þó Missouringar, auð-
vitað. Eitt verkefni nefndarinnar átti að vera það, að
koma í veg fyrir árekstur og tvíverknað á heimatrúboðs-
svæðinu, og hjálpa hinum ýmsu felögum til þess að skifta
þar með isér verkum í bróðerni. En þegar út í þá sálma
var farið, þá kom það fljótt í Ijós, að sú samvinna gat
ekki komist á góðan rekspöl, nema öll félögin, sem gengið
höfðu í bandalag þetta, gæti með sameiginlegri vfirlýs-
ing sýnt það og sannað, að hjá þeim öllum ríkti sami
skillningur á grundvallaratriðum trúarinnar. Fyrir því
voru félögin beðin að senda erindsreka á sérstakan fund,
er ræða iskyldi málið og gjöra þær samþyktir, sem nauð-
synlega þvrfti, um trúar-eining þessa nýja bandalags.