Sameiningin - 01.04.1919, Síða 14
44
Fundur sá var íialdinn í Cliieag'o, nær miðjum Marz-
miánuði. Erindsrekar voru Iþar mættir frá átta aðal-
deildum lútersku kirkjunnar hér í landi: United
Luthera Church, (Nonvegian) Lutheran Church,
Augustana Synod, Joint Synod of Ohio, lowa Synod,
United Danish Synod, Free Church og Buffalo Synod.
Þeir voru tuttugu talsins, og í þeim hópi sumir hinna
allra-lærðustu guðfræðinga, sem lúterska kirkjan hefir
á að skipa hér megin hafs.
Samþyktin, fsem hér fer á eftir, er ávöxturinn af
starfi þess fundar. Hún er afar-merkileg, fvrir margra
hluta sakir. Þar er markaður játningar-grunnurinn,
sem handalagið—National Lutheran CLmncil—skuli hvíla
á, og um leið sýnit og sannað, að mikill meiri hluti
lútersku kirkjunnar í landi þessu stendur enn á gömlum
merg, evangelískum og hé-lúterskum. í annan stað er
orðalagið skýrt og ákveðið. Þar hefir hvergi verið fal-
inn gamall ágreiningur í þokukendum orðatiltækjum,
eins og stundum vill verða, þeg’ar reynt er með samþykt-
um að eyða verulegum skoðanamun. Og öll er samþyktin
á vegum sögulegs kristindóms; Iþar er engum nýmælum
■eða efasemdum gefið undir fótinn. Þegar litið er á trú-
arlegt ástand Mótmælenda-kirkjunnar í heild sinni, eins
'Og það er nú, þá verður samþykt þessi enn markverðari.
Engin önnur kirkjudeild prótestantísk hefði getað í ein-
ingu og friði fengið samþykta jafn-skorinorða játning
trúarinnar og um leið jafn samróma við sögulegan krist-
indóm, eins og Iþessi er. Samþvktin hljóðar á þessa leið
í lauslegri þýðing: —
“Inngangsorð:
Öll hin lútersku kirkjufélög, sem gjörst hafa meðlim-
ir í National Lutheran Council, samlþykkja þann kenn-
ingar-grundvöli með einum huga, að kanoniskar bækur
gamia og nýja testamentisins sé óskeikult og innblásið
orð Drottins og liin eina regia fyrir trú manna, kenning
og lífi; tenn fremur
Að Ágsborgarjátningin óbreytt og Fræði Lúters hin
minni fari með réttar skýringar á kenningum heilagrar
ritningar, og veita því nefnd kirkjufélög ritum þessum
skýlausa viðurkenning sem játningum sínum; en