Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 18
48 liafs yrði að þessu sinni of langt mál; en ef til vill er ekki úr vegi að ibenda á belstu ágreiningsatriðin, sem tekin eru fyrir í samþyktinni. Fyrst og fremst liefir l'úterska kirkjan aldrei staðið á einum og sama játningargrunni í öllum löndum. Sumar deildir hennar liafa veitt fleiri lúterskum ritum játningargildi heldur en aðrar. Ivon- kordfareglan, til dæmis, liefir aldrei hlotið slíka viður- kenning nema í sumuni lilutum kirkjunnar. Ágsborgar- játningin hefir hjá sumum félögunuin verið viðurkeud í upprunalega forminu, en lijá öðrum er hún nökkuð lireytt. Loks hafði Methodista-stefnan, sem miklaði tilfinningar á kostnað kenninga, allmikil áihrif á talsverðan hluta lúterskra manna um og eftir miðja öldina síðustu, og kom þeim til að slá slöku við öll játningarrit. Eéttan og g'óðan meðalveg í þessum málum hefir nú ráðstefnan áð- urnefnda reynt að finna, með iþví að fara fram á það, að öll kirkjufélög, sem saman vilja vinna í National Lutheran Council, viðurkenni að minsta kosti Ágsborg- arjátninguna óbreytta og Fræði Lúters hin minni. Skynsemistrúin gamla var injög ráðandi á ýmsum stöðum í lútersku kirkjunni liér í álfu fyrir meira en liálfri öld, og hefir eimt eftir af iþeim anda sumstaðar fram á síðustu tíð. Auk þess hefir skilgetin dóttir þeirr- ar stefnu — nýja guðfræðin — leitað hófanna urn vist í vorri kirkju eins og hjá öðrum. Fuudurinn hefir því ekki rnist sjónar á þeirri nauðsyn, að með sem allra skýr- ustum orðum væri í skjali þessu lýst skilningi Lúters- manna á meginmáli kristinnar trúar, guðdómi og' frið- þægingarverki Jesú Ivrists, til þess að einingarviðleitnin gefi þokukendum og tvíræðum kenningum engan tilveru- ré.tt á því svæði. Þá er ýmislegt annað tekið fyrir, sem valdið liefir ágreiningi. Þar á meðal er “aflausnin”, eða sá kirkju- siður, að boða altarisgestum syndafyrirgefning, bundna við réttan undirbúning. Sumar deildir kirkju vorrar gjöra mikið úrlþeim sið; aðrar telja það háttalag kaþólskt og draga úr ihonum sem allra mest. Þá hefir menn greint mjög á um afturhvarfið, útvalninguna og guðlega fyrir- hugun. 1 þeim efnum bafa sumir lagt afar sterka og einskorðaða áherzlu á náð Drottins og almætti, en aðrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.