Sameiningin - 01.04.1919, Page 22
52
pésinn kom frá Jónasi Þorberg'ssyni um kirkjulífiS bér
vestra; svo mikið sárnaði 'þá Kristjáni óclrengskapur
mannsins.
Páll pO'Stuli reit vinum sínum í Þessaloníku bréf og
segir þar við þá: ‘ ‘ Yerið ætíð glaðir”. — Þannig myndi
Kristján Jobnson einnig bafa vi’ljað tala til allra sinna
ótal vina. Líka myndi ihann vilja bæta við því öðru orði
samapostula: “ Gleðjið yður í Drotni”. Þau voru ávalt
samferða, Kristján Johnson og Gileðin. Guð hafði gefið
þeim manni svo mikla lífsgleði, að hann gat miðlað sam-
ferðamönnum sínum afar-miklu af þeim gæðum. Það
var sama hvernig á stóÖ, menn urðu að gleðjast ef þeir
voru með honum. Glaðværð Kristjáns átti ekkert skylt
við léttúð, en stafaði út frá honum ósjálfrátt eins og
ljósið frá sólunni, af því hann var góður maður.
“'Vinur vor er sofnaður”, sagði Kristur um vininn
sinn látna í tletaníu. Vinur vor Kristján Johnson er
sofnaður hér, en vaknaður í dýrðinni hjá Kristi, því
hann var Krists vinur.
Og hugur minn fylgir þér biðjandi heim, Kristján,
vinur minn!
‘ ‘ Glaðir skulum allir að öllu
til átthaga vorra
horfa, er héðan sá hverfur,
oss hjarta stóð nærri”.
—B. B. J.
Margrét Sigríður Anderson.
Hinn 31. Marz andaöist aS heimili sínu i Glenboro, Man. Mrs.
Margrét SigríSur Anderson, kona Páls verzlunarmanns Andersons.
Hún var fædd 13. Október 1884 a'S Núpum í ASalreykjadal í SuSur-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru Sigurgeir FriSfinnsson og
Bergljót Jónsdóttir, kona hans, er andaSist 7. Júlí 1917. MeS þeim
kom hún hingaS til lands áriS 1889, og dvaldi lengst meS þeim á
heimili Jóhannesar sál. SigurSssonar í Argyle-bygS. í Desember
1917 giftist hún Páli Anderson, og settust þau þá aS í Glenboro.
Banamein hennar var lungnabólga, er hún fékk upp úr spönsku
veikinni.
Margrét sál. var væn kona og dugleg, trygg í lund og kristin
vel, glaSlynd og einkar vinsæl. MeS fjárupphæS, er hún gaf ásamt
nokkrum ættingjum sínum öSrum til minningar um móSur sína látna,
átti hún upptök aS því, aS stofnaSur var BlómsveigasjóSur kvenfé-