Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Síða 29

Sameiningin - 01.04.1919, Síða 29
59 liöfuðborginni verða fyrir þeim áhrifum er vrSu honum aukin hvöt til þess aS leggja fyrir sig kenslustarf. SíSasta ('fimta) árið sem hann var í mið-skóla, sem samsvarar “hi-gh school’’ í Canada, naut hann, ásarnt nokkrum skólabræðrum sínum, fræðslu i Biblíunáms- deild, er ensku-kennari viö sfcóla einn þar í borginni stóð fyrir. í>eir fóru þangað af forvitni og til þess aö læra af því ensku. Takashima sótti þessa kenslu hér um bil ár; þá spurði kennarinn hann einn dag aS því, hvort hann vildi ekki taka kristna trú, og upp frá því hætti hann algjörlega aS koma þangað og gaf sig allan við veraldlegri mentun. jpegar hann útskrifaðist úr miðskólanum 1899 langaði föður hans til þess, að hann færi aS ganga í kennaraskóla. En hjá honum Séra S. Takashima og kona hans. var þá vöknuS löngun til þess aS læra önnur tungumál, og baS hann þá föSur sinn leyfis aS mega heldur gjörast nemandi í Tungumála- skóla rikisins. FöSur hans mislíkaði þetta mjög, og Takashima ásetti sér því aS fyrirfara sér, eins og títt er meSai japanskra unglinga ef þeir fá efcki komiS fram áformum sinum. En um þaS leyti var ein systir hans meS honum í Tokio, og stundaSi hún líka nám þar: hann fór þá aS hugsa um iþaS, hvernig fara myndi fyrir henni, ef hann fyrirfæri sér, og þaö kom honum til þess aS fresta því aS fram- kvæma þessa fyrirætlan sína; og svo fór hann aS ganga í annan enskunámsskóla. Á hverjum degi þurfti hann á leiS sinni í skóla og úr aS fara fram hjá húsi, þar sem kristinn trúiboSi prédikaSi; en aldrei fór hann inn. Hann fór svo aS hugsa um sjálfsmorSs-áformiS, sem slegiS hafSi verið á frest, og honum fór aS detta í hug hvort eitthvert “afl” kynni aS hafa tekiS þar í taumana, og ef svo væri, hvaða afl var það

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.