Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Síða 30

Sameiningin - 01.04.1919, Síða 30
60 þá? Hann mintist þá einnar lexíu, sem hann hafði lært þegar hann sótti biblíunáms-deildina ensku; og lexían var: “Guð er kærleikur”. Og þaö var’S úr, aS hann afréS aS kynnast betur þeim trúarbrögS- um, sem höfðu iþá kenningu að flytja. Hann fór og baðst fræöslu á trúboösstöSinni, sem hann haföi daglega gengið fram hjá. Hann furöaði mjög á því, þegar honum var sagt þar að fræðslan væri látin í té ókeypis; og honum var boðiS aS koma á samkomurnar, sem áttu aS vera þar daginn eftir, sem var sunnudagur. 20. Janúar 1901 var Takashima skírSur. Um voriS það ár gjörS- ist hann nemandi viS Waseda háskólann. Um haustiS kom John R. Mott til Japan og fór aS halda fundi þar. Þá fundi sótti Takashima rækilega; og eitt kvöld bauS Mr. Mott þeim aö vera eftir til viðtals eftir fund, sem vildu helga lí f sitt 'því starfi, aS ‘kristna Japan. Takashima varS eftir, og upp frá þeirri stundu var hann þvi starfi helgaSur. í Desember 1902 byrjaSi hann aS stunda nám viS prestaskólann í Tokio; þaSan útskrifaSist hann 1906 og fór aS vinna aS trúboSsstarfi þar í borginni. Voriö 1907 var hann fluttur til trúboSsstöSvar í Osaka, og þar gekk hann aS eiga ungfrú Tsune Ebi'hara. MeSan hann dvaldi í Osaka veitti hann því eftirtekt, aS sumir prestarnir þarlendu lifSu ekki eins og þeir kendu. Sjálfur var hann óvígSur, en var aSstoSar- maSur hjá presti í Kobe, og breytni þess prests þótti honum sérstak- lega athugaverS. Þetta varS til þess, aS vekja hjá honum óhug til trúboSs og kirkjulegs félagsskapar. Menn, sem kölluSu sig vini hans, sögSu honum' líka aS hann væri of ungur og óreyndur til þess aS takast á hendur prests-stöSu; og enda iþótt hann væri einlægur trú- maður og hefSi mikinn áhuga á málefni kristindómsins, lét hann loks til leiSast aS Jeggja trúnaS á þetta og þiggja umsjónarmanns- stöSu viS verksmiSju'fólks-heimili, sem honum var boSin í Kyoto; á því heimili voru um 500 verksmiSju-stúlkur. Þarna virtist vera stórkostlegt verk fyrir trúboSann unga aö vinna fyrir frelsara sinn, óháSur öllum regiugjörSum og yfirboðurum. HaustiS 1910 fékk hann köllun frá Congregationalista söfnuSi í Osaka. Hann hafnaSi1 köjluninni í fyrstu; en er hann sannfærSist um að starfiS þar væri ólikt því, er hann hafSi áöur verið við riSinn, meS því aS söfnuðurinn var sjálfstæöur og óháSur öllum trúboSs- nefndum, þá tók hann kölluninni. En ekki leiS á löngu áöur en hann yrði fyrir samskonar vonbrigSum og hann hafSi áSur reynt, svo aö hann sagSi af sér embætti haustið 1911 og ásetti sér aS vinna að trúlboSi óháöur kirkjufélögum og án nokkurs fjárstyrks frá þeim. Vinur hans einn í Osaka, sem var líka “kirkna-andstæSingur”, bauö honum aS dvelja hjá sér og halda “frjálsar” kristnar samkomur. Þá var þaS, aS tveir útlendingar, sem voru aS ferSast um Japan sér til s'kemtunar, komu tij Takashima meS meðmælabréf frá “for- stöSumanni óháöra starfsmanna”, sem átti heima í Tokio. Hann heimsótti þá daginn eftir á gistihúsinu sem þeir dvöldu í, og þeir töluöu lengi saman; útlendingarnir sögðu honum þá, að þeir væru að leita aS ungum hæfileikamanni, til þess aö hjálpa til við trúboSs-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.