Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1919, Page 32

Sameiningin - 01.04.1919, Page 32
62 Síðan Takaáhima tók til starfa hér viö trúboðsstööina, hefir honum tekist að afla sér hér virðingar og trausts, vegna mannkosta sinna og alúðar; og við vonum fastlega og biðjum að honum megi auðnast að leiða margar sálir til trúar á frelsara mannanna. Með þessu stutta æfiágripi hefi eg viljað gjöra ykkur kunnan manninn, sem á að vera mér til aðstoðar i starfinu ykkar hér. Þegar þið biðjið fyrir mér, þá eigið þið einnig að biðja fyrir honum. Og þegar þið gjörið fvrirbænir fyrir okkur, þá biðjið Drottin líka að vekja u-pp fleiri hérlenda menn okkur til aðstoðar í starfinu við trú- boðsstöðina hér. i". 0. Thorlakson. Sunnudagsskóla-lexíur. VII. LEXIA. — 18. MAÍ. Xáð Guðs.—Ef. 2,4-10; Tít. 2, 11-14. Minndstexti: Vcr vcrffum hólpnir fyrir náð Drottins Jesú.— Fost. 15, 11. Umræðuefni: Náð Guffs, grundvöllur hjálprœðisins. Til hlið- sjónar: 2. Mós. 34, G. 7; 2. Kor. 12, 9; 1. Mós. 12, 1—3; Róm. 3, 24; Jóh. 3, 16; 1. Kor. 15, 10; 2. Tim. 1, 8—10. — síðasta lexía var um syndina — vonzku mannsins, sem gjörir hann viðskila við Guð. í>essi lexía er um náðina, gæzku Guðs, sem leitar hins frávilta manns, til þess að koma honum í sátt aftur. Þessi kenning um náð Drottins er þungamiðja kristinnar trúar; ihún er sannleikurinn, sem aðskilur kristna trú frá öllum öðrum trúarbrögðum. Hún er m-ergurinn máls- ins í ritum nýja testamentisins, útlistuð með mikilli áherzlu, og af stakri skarpskygni og andagift, í bréfum Páls postula. Öll opinberun frelsarans er opinberun guðlegrar náðar. íhugum nú fáeinar spurn- ingar út af þessu mikilvæga efni: fl) Hvaff er náðin? Hún er gæzka Guðs, einskær óverðskulduð, óumræðileg, al-fullkomin og ó- þrjótandi. Hún er gæzka Guðs við synduga menn, fólgin í því, ofan á alt annað, að hann vill fyrirgefa þeim afbrotin, og gefa þeim sjálf- an sig, sitt eigið líf. til iþess að þeir í andlegum skilningi komist til lífs aftur ('Ef. 2,4—5, 8—10; 2. Tím. 1, 9; Róm. 3, 24). (2) Hverjum er hún œtlað? Öllum mönnum undantekningarlaust. Von mannsins bvggist ekki á eigin verðleikum, heldur á gæzku Guðs. Hann er náð- ugur við alla menn, veitir þeim alls konar óverðskuldaða miskunn JMatt. 5, 45), til þess að þeir snúi sér frá hinu illa, og þiggi af honum íylling náðarinnar, frelsun frá synd og dauða. þ>essa frelsun vill hann veita öllum mönnum fTim 2, 4). (3) Hvernig veitir hann oss þessa fylling náðarinnar? í Jesú Kristi. í honum veitir Guð full- næging fyrir synd mannanna, og gefur mönnu-m ei-gið líf sitt til að lrelsa ])á fTit. 2, 14; Jóh. 3, 16; Róm. 3, 24; 1. Tim. 1, 9. 101; 1. Jóh. 5, 11. 12). (A)Hvernig getum vér öðlast þessa ríkulegu náð? Með

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.