Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1921, Page 5

Sameiningin - 01.09.1921, Page 5
261 Crossing the Bar. “Þat átt þú eftir, er erviöast er, enn þat er at deyja,” sagði Atli AustfirSingur, þegar hann vóg Kol, verkstjóra Hallgeröar. Orðin voru kald-hranaleg nokkuð, ekki sizt eins og á stóS; en maSurinn fór meS átakanlegan sannleika. Því aS þaS ákvæSiS í máldaga vors jarSneska lífs, sem dauSlegum landsetunum geng- ur lang-verst aS sætta sig viS, er þetta: að honum skuli fyr eSa síSar vera útbygt af jörSinni, hvaS' svo sem hann aShafist, eSa hversu vel, sem hann reyni aS koma sér þar fyrir. Og þaS er undarlegt, en engu aS síSur satt, aS jafnvel þótt jarSnæSiS þyki aS mörgu leyti lélegt í þessum tára-dal, og þótt vér höfum sterka trú á betri landskostum hinu megin grafar, þá sætta sig mjög fáir aS fullu viS útbyggingar-ákvæSiS, fyr en kraftar lík- ams og sálar eru aS þrotum komnir. Enginn skyldi hneykslast á því, þótt tilfinning þessi sé sterk í brjósti trúmannsins. 'GuS sjálfur ætlast til þess, að mönnum standi heilnæmur ótti af þessum ægilega þjóni hans, dauSanum, og verji lífiS í lengstu lög. Þetta verSur svo aS vera, því aS væri ekki taugin frábærlega sterk, sem tengir oss viS hreysiS í skuggadalnum, þá dæi mannkyniS út á fáum árum. En sturlun eSa friSlaus kvíSi út af örlögum þessum, er þó ósamboSiS kristnum manni, því aS aSal-hlutverk trúarinnar er einmitt þaS, aS kenna mönnum aS taka þaS tillit, sem verSugt er, til síSasta skildagans og búa sig rétt undir burtförina. Vér hljótum því aS meta mikils alt þaS, sem friSar og göfgar tilhugs- un þessa; enda ekki nema eSlilegt þótt oss langi til aS leggja jiaS á minniS, sem kristin skáld hafa fegurst sungiS um dauSanr. Eitthvert hiS fegursta ljóS, sem til er um þaS yrkisefni, er kvæSiS Crossing the Bar eftir Tennyson. LjóSiS orti hann meS eiginn dauSa sinn fyrir augum og mælti svo fyrir, aS þaS skyldi prentaS síSast í ljóðasafni sínu. Auðsjáanlega hefir íslending- um, þeim er leggja stund á ensk ljóS, fundist mikiS til um kvæði þetta, því aS þaS hefir veriS útlagt ekki sjaldnar en fimm sinnum. Hafa þær þýSingar allar birzt í Sameiningunni. Matthías skáld Jochumsson reiS þar fyrstur á vaSiS, en þýSing hans er ónákvæm og ekki meS bragarhætti frumkvæSisins; enda segir séra Jón Bjarnason um þá tilraun, aS séra Matthías “stór-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.