Sameiningin - 01.09.1921, Qupperneq 11
267
leik, kemur auSvitaö ekki til nokkurra mála.
Þess má geta, að Svedenborg sjálfur fær ekki losaö sig viö
þrenningar-hugtakiö, þegar til rækilegrar lýsingar kemur á
guðdóminum. í riti sinu: “Kenning hinnar nýju Jerúsalem um
Drottin” (46, 2), fer hann þessum orðum um guölega þrenning:
'Drottinn sagði þeim að skíra til nafns fööur og sonar og heil-
ags anda fyrir þá sök, að til er i Drotni þrefaldleikur eða þrí-
eining, því aö þar er guðlegt nokkuð, sem kallaö er faðir, og
guð-mannlegt nokkuð, sem kallað er sonur, og framstígandi guö-
legt nokkuð, sem kallast heilagur andi.” Kemst hann að sömu
niðurstöðunni eins og kristin kirkja áður, að þetta þrent, sem
frá einu sjónarmiöi sé aðgreinanlegt, sé i raun réttri sama ver-
an. Eöa svo skiljum vér orð hans. Það sem á milli ber, verð-
ur þá eiginlega persónu-nafnið.
Sú tilhneiging hefir látið all-mikið á sér bera í vorri tíð hjá
ýmsum, að fara lítt hugsuðum niðrunarorðum um þrenningar-
lærdóm kirkjunnar, eins og væri sú kenning orðaglamur tómt
og óhugsanleg fjarstæða. Robert Ingersoll gjörði fremur hlægi-
lega mótsagna-flækju úr trúaratriöi þessu, eins og hans var von
og vísa, því að maðurinn var bæði fyndinn og ófyrirleitinn.
Síðan hafa margir smærri menn tekið það eftir honum og þótst
miklir af; og hafa sumir landar vorir “gengið þessum selskap
nær”, svo sem kunnugt er. Vildum vér sem allra hógværlegast
minna þá hina sömu á það, að trúin á þríeinan Guð hefir átt
mikilvægan og viðurkendan þátt í framþróun heimspekilegrar
hugsunar alt fram á þennan dag. Við það kannast hugsandi
menn, sem ekki eru strang-rétttrúaðir sjálfir, eins og til dæmis
Clement C. J. Webb, sem ritaði heimspekisögu fyrir “Home
University Library” í bók þeirri fbls. 106), segir hann þetta
meðal annara orða um áhrif kristinnar trúar á heimspekina:
“Að hugsa sér sjálfan hinn æðsta guðdóm eins og þrenn-
ing, en ekki einungis sem frum-liðinn í þrenningu [eins og
Plótínus og Gnostíkar höfðu gjört], það hafði enn mikilvægari
þýðingu fyrir heimspekina. Allra skörpustu spekingar, bæði að
fornu og nýju, hafa átt örðugt með að lýsa eining tegundar ein-
hverrar eða flokks, hvað þá eining allrar tilverunnar, án þess
að draga með sömu orðum úr margbreytninni, eins og væri hún
einhvern veginn óveruleg og ólíkleg til að hverfa með öllu, gæt-
um vér séð hlutina eins og þeir eru. Eða vildi þeir komast hjá
þessum öfgum, þá lentu þeir í hinum, að lýsa ,svo raunveruleg-
um hlutum, sem væri þeir með öllu einangraðir og frábrugðnir