Sameiningin - 01.09.1921, Page 13
•ur og betur í skilningi þeim og kærleika, sem þroskast í brjóst-
um dýrkendanna.”
Athugasemdin er oröin nokkru lengri en ætlaö var, en á því
biöjum vér engrar afsökunar. Efni þetta er mikilvægt og
djúpt, og nægir þaö, sem hér hefir veriö bent á, til þess aö sýna,
að þrenningar-lærdómurinn er í fullu og djúpu samræmi við
rökrétta hugsun. En auðvitað byggir ekki kristinn maður sann-
leiksatriði þetta á mannlegum rökum, heldur á opinberun Drott-
ins sjálfs í heilagri ritningu. Nýja testamentið er ekki heirn-
spekirit, og er þar því engin vísindaleg grein gjör fyrir eðli þrenn-
ingarinnar. En guðdómur og persónuleiki föður, sonar og heil-
ags anda, hvers fyrir sig, og hins vegar eining hinnar guðlegu
veru, er hvorttveggja kent í þeirri frum-heimild trúar vorrar, og
það með svo skýrum orðum, að ekki er um að villast.
Almenn kirkjutíðindi.
National Lutheran Council hefir á síðustu missirum
gengist fyrir líknarstarfsemi meðal nauðlíðandi trúbræðra vorra
í Norðurálfu, svo sem kunnugt er. Hjálpin hefir komið þar að
ósegjanlega miklu liði og jafnvel afstýrt hallæri á ýmsum stöð-
um. Svo var í héruðunum í kring um Lublin og Cholm á Pól-
landi. Landið var lagt í auðn þar um slóðir á ófriðarárunum,
og hafði fólkið hvorki skýli yfir sig né nokkur tæki til akur-
yrkju, þegar vígum linti. Kom þá til sögunnar dr. Moorehead,
umboðsmaður Nat. Luth. Councils í Norðurálfu, stofnaði nokk-
urs konar banka í fimm hundruð þorpum pólskum, árið 1919,
og lánaði bændum fé gegn lágum vöxtum — fjórum af hdr. —
til þess að þeir gæti sezt að á jörðum sínum og keypt sér útsæði.
Þúsundum bænda í lúterskum héruðum Póllands var hjálpað á
þennan hátt, og Upphæðin, sem til þess þurfti, var ótrúlega lítil
-— ekki nema fjórðungur úr miljón dala í Bandaríkjapeningum.
En fúlgan skifti mörgum miljónum, þegar hún var komin í pólsk
mörk, og fyrir þá sök varð hjálpin svona drjúg. Bolsjevikar
eyddu nokkrum hluta af bygðum þessum í fyrra, en líknar-
nefndin lúterska 'hjálpaði upp á sakirnar aftur með sjötíu þús-
und dollara láni. Á þessu sumri var uppskeran ágæt í þeim
héruðum, sem notið hafa hjálpar þessarar, svo að ýmsar aðrar
sveitir geta nú fengið þaðan nokkra matbjörg. Mikið vantar
þó enn á, að alt hafi verið gjört, sem gjöra þyrfti, fyrir nauð-
stadda trúbræður vora þar í Norðurálfu. Hérlend kirkjufélög