Sameiningin - 01.09.1921, Side 14
270
lútersk hafa komiS sér saman um aö safna á aSra miljón dala
í haust meSal fólks síns, til þess aS verki þessu verSi haldiS á-
fram sómasamlega.
Eftir áskorun frá þúsundum kristinna safnaSa svo og frá
mörgum félögum öSrum og einstökum friSarvinum, hefir Hard-
ing Bandaríkjaforseti boSiS stjórnum annara þjóSa aS senda
erindsreka á friSarþing í Washington í haust. Flestar stórþjóS-
ir heimsins hafa tekiS boSinu. ÞingiS verSur sett í Washing-
ton ir. nóvember næstkomandi, á þriSja afmælisdegi vopna-
hlésins. Tilgangur friSarstefnu þessarar verSur aSallega sá, aS
leita samkomulags um minkun á vígbúnaSi meS öllum þjóSum.
KirkjuleiStogar ýmsir og kristin blöS hafa stungiS upp á þvi, a&
dagurinn sé gjörSur aS almennum bænadegi — aS kristinn lýSur
safnist þá saman í öllum kirkjum landsins og biSji skaparann
einum rómi um tryggan alheims-friS. Hugmyndin er fögur og
kemst aS öllum líkindum í framkvæmd.
Andlegt ástand þýzku þjóSarinnar hefir breyzt mjög mikið
til batnaSar i síSust tiS, segja kunnugir. Katólskur prestur
frá Ameríku, sem sendur var yfir þangaS til aS kynna sér horf-
urnar, segir aS fráfall mikiS frá trúnni hafi átt sér staS þar í
landi. beear Prússar urSu undir í ófriSnum. Fjöldi manna taldi
þau leikslok ósamrimanleg hugmyndinni um guSlega forsjón.
Nú er þessi hugsunarháttur aS hverfa. ÞjóSin er önnum kafin
viS friSsamleg störf og leggur hart aS sér. Æsingamenn hafa
lítiS fylgi. Sósíalistar og aSrir gjörbreytingamenn eru ekki eins
andvígir trúnni og áSur. Anpar maSur, kennari í prestaskóla
meþodista í Frankfort, segir aS þegar ræSumenn auglýsi þaS,
aS þeir ætli aS tala um trúmál, fái þeir jafnan húsfylli.
Hneyksli miklu hefir morSmál eitt valdiS, sem nú er fyrir
dómstólum í Californíu. Roscoe Arbuckle, kvikmyndaleikari
nafntogaður, er sakaöur um að hafa orðið að bana ungri konu
sömu iðnar, sem hét Virginia Rappe. Hafði Arbuckle boðið
henni, ásamt öðru kunningjafólki sínu, bæði konum og körlum,
til drykkju með sér á “hóteli” nokkru í San Francisco. Ófagr-
ar sögur hafa réttar-vitnin sagt af veizlu þeirri; og verSur þeim
hlutum ekki lýst hér, að öSru en því, aS ungfrú Rappe var borin
dauðvona út úr herbergjum Arbuckles og lézt á sjúkrahúsi
skömmu siðar. Stúlkan hafSi meiSst innvortis, en honum er
kent um áverkann. — Kvikmyndaleikarar virðast ekki vera sér-