Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 17
273 meS þeirn starfskröftum og tækjum, sem fyrir hendi eru. En reynt höfum vér aS ná til einstaklinga hér og þar, i von um betri hag í nálægri framtið og meiri árangur. Asuke er fagurt fjallaþorp meö 3,209 íbúum. Þar er sem stendur endastöö trúboösins. í sveitinni teljast 33,371 menn, sem aldrei hafa heyrt fagnaöarboöskap kristindómsins. IönaS- ur þorpsins er einkum kolabrensla og silkiorma rækt. Áformið var, aö ná til Asuke í hið minsta tvisvar í mánuöi og dvelja þar tvo eöa þrjá daga í hvert skifti. En þetta hefir orðið fremur undantekning en regla. Ekki hefir þó unnist tími til aö starfa þar nema þrjá daga mánaðarlega. Um mánaöartíma dvöldu hin aldurhnignu foreldri japanska prestsins, er oss tilheyrir, í trú- boðshúsi þorpsins. Vitnuöu þau á kyrlátan 'hátt um frelsara sinn og áunnu sér nokkura áhangendur. Fjallaferöir á reiöhjóli hafa reynst helzt til erfiöar fyrir prest þenna, og er trúboði yðar einnig farinn aö láta ásjá, — i hi5 minsta að dómi konunnar hans. Kirkjufélagið íslenzka hefir því lofaö aö sjá trúboösstöö þessari fyrir Ford bifreiö.*J í þessu sambandi vil eg einnig geta um loforö hr. James og konu hans, í Springfield, Ohio, er hétu aö gefa myndavél til hagnýtingar við starfið. Báðar þessar gjafir veröa þegnar meö þökkum og munu verða að miklum notum. Toyohashi er borg með 62 þúsundum íbúa. Er þar her- stöö, 45 mílur suðaustur af Nagoya. Landið umhverfis borgina er gott til akuryrkju. Hrísgrjóna rækt og silkiorma er aöal- iönaður á þeim slóöum. Trúboðsstarf vort í þeirri borg er enn sem barn í reifum, ekki sízt vegna þess, hve oft trúboðaskifti hafa þar átt sér stað. Þar höfum vér verið á stöðugum hrakn- ingi hvað snertir samkomustað, og eigum sem stendur hvergi athvarf. Til sveita hefir starfið gengið betur, eins 0g yfir höfuð alt farand trúboð. í þrem sveitalþorpum hefir verið unnið kapp- samlega. Um sumarmánuðina höfum vér bætt við einu þorpi. Fyrir skömmu urðum vér þó að hætta starfi á þessum stöðum fyrir skort á húsnæði. Þegar veður hlýnar, verður byrjað að prédika á strætum úti unz húsnæði fæst aftur. Eeikprédikari vor, er býr í bænum, byrjaði fyrir skemstu á trúboðsverki í tveim smáþorpum út frá bænum, við aðal járnbrautina. Má vænta góðs árangurs af starfinu á þessum stöðvum. Auk hinna venjulegu sunnudags-guðsþjónusta, sem fara *) Skömmu síðan en þetta er ritað, komst bifreiðin frá kirkjufé- laginu íslenzka I hendur trflboðans.—N.S.Th.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.