Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1921, Side 18

Sameiningin - 01.09.1921, Side 18
274 fram sem stendur í borgunum þremur nefndum hér að framan: Nagoya, Chikusa og Toyohashi, — er starf vort fólgiö í sunnu- dagsskólahaldi á virkum dögum, biblíunámsskeiði fyrir eldra fólk, bænafundum og trúboösferðum út í sveitir og til Toyo- hashi. í tveim deildum ungra manna er enska kend. Auk þessa sífeld þátttaka í samkvæmislífi manna, meö því augna- miði að kynnast lýðnum. Fyrir ári reyndum vér að koma á fót sameiginlegum kirkju-söngflokk, er saman stóð af söngfólki allra kirkjudeildanna í Nagoya. Loks tókst að mynda slíkan flokk með 60 meðlimum, er æfir sig vikulega. Er söngfólk þetta í óða önn að búa sig undir fyrstu söngsamkomuna, sem á að halda að kvöldi annars páskadags.*ý Aðstoðarmenn vorir við trúboðsstarfið eru einn prestur og þrír leikprédikarar. Séra S. 'Takashima, sem vígðist siðbótar- sunnudaginn 1920 til hins helga embættis, er heimaprestur við kirkjuna í Nagoya. Hann er einnig ritstjóri hins japanska “Lutheran,” einkar trúr og áhugamikill starfsmaður. Herra A. Ito, er leikprédikari í Toyohashi. Hefir hann í hyggju að ferð- ast til Ameríku í júnímánuði og stunda þar nám. Herra K. Shiina, er leikprédikari í Chikusa. Starf hans blessast. Er hann yngstur prédikara vorra. Siðastliðið haust sýndi læknis- skoðun að tæring var byrjuð í honum. Síðan hefir hann notið læknishjálpar með góðum árangri. Það er hressandi að sjá hve glaður, vongóður og áhugamikill hann er við verk sitt. Fyrir ári kvongaðist hann. Þriðji er herra S. Oguchi, sem kom til vor í fyrrahaust til að aðstoða mig við tungumálanámið og veita mér hjástoð á annan hátt. Hann hefir að eins tveggja ára guð- fræðis-mentun; en blaðamensku hefir hann haft á hendi um nokkur ár, síðan hann hætti skólanámi. Hann er mjög fær maður og vinnur að trúboðsstarfi, þótt eigi sé hann enn viður- kendur af stjórn trúboðsins með fullum réttindum prédikara. Auk þessara manna veitir herra T. Takashima, faðir prestsins, dýrmæta aðstoð sem bókavörður i lestrarsal þeim, er stendur í sambandi við kirkjuna. Við hvert tækifæri ber hann vitni um Krist, við þá sem verða á vegi hans. Svo mætti virðast, að þetta væri álitlegur starfsmanna- hópur i samanburði við aðrar lúterskar trúboðsstöðvar hér. En nægilegt verk er nú þegar fyrir hálfu fleiri starfsmenn í um- hverfinu, ef efnahagur leyfði. Líka ber að minnast þess, að *) Samkoma þessi var haldin eins og til stóð og tðkst ágætlega. Séra Octavlus varsöngstjðri, en kona hans lék á hljóðfæri.—N.S.Th.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.