Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1921, Side 28

Sameiningin - 01.09.1921, Side 28
284 von um a@ viS getum séö að okkur í tíma og losast við afleið- ingarnar. Hegningin getur komiö, þegar minst varir, skolliö á “eins og haglsskúr, fárviöri, eins og dynjandi, streymandi regn í helliskúr”, og varpað okkur til jaröar. Margur maöurinn, sem ætlaöi sér að vera herra vínguösins, er orðinn ánauðugur og ríg- bundinn þræll þeirrar óvættar áöur en hann varir. d) Drottinn sjálfur er hið eina sanna höfuödjásn, sá eini styrkur, sem viö getum reitt okkur á. Gullöld hverrar þjóöar hefir verið þaö tímabil, þegar guðsóttinn var þar mestu ráöandi og dygöirnar mest í hávegum haföar. e) Jerúsalem var ekki betri en Sam- aría—segir spámaöurinn. Jafnvel prestar og spámenn reikuöu þar um sjálfan helgidóminn víndruknir, þvert ofan í lögmál Guös. Þeir mögluðu gegn spámanninum. þegar hann flutti þeim áminning frá Drotni. Slíkir menn gátu ekki veitt Drotni þá þjónustu, sem hann krafðist, eða leiðbeint fólkinu. Sá lýður er sannarlega illa kominn, sem á slika menn fyrir leiðtoga. Viö eigum að vera varkárir í því, hvers konar mönnum við fylgjum eftir. Kostum kapps um að velja ekki spilta og óguðlega eða kærulausa menn til að leiöa þjóðina í andlegum efnum eöa stund- legum. Fyrir margri þjóð hefir farið illa, af því hún trúði spiltum mönnum fyrir stýrinu. -------o------ Úr heimahögum. Séra Rúnólfur Marteinsson ferðaöist í erindum skólans vestur til Markerville, Alta., i ágústmánuði og fékk þar góðar viðtökur. Ólafur kristniboði Ólafsson, sem þjónað hefir söfnuðum kirkjufélagsins vestur á Kyrrahafsströnd í sumar, flutti þar guðsþjónustur í síðasta sinn, i Blaine og Vancouver, sunnudag- inn ii. september. “Alls hefi eg haldið hér átján samkomur,” skrifar hann að vestan, “níu í Blaine, fjórar á Point Robertsr þrjár í Seattle, og tvær í Vancouver. Einnig tók eg þátt í þrem- ur guðsþjónustum á ensku, sem eg fékk Rev. R. J. Berge, frá Stanwood, Wash., til að flytja á Point Roberts. Skírt hefi eg sjö börn. Hvaða árangur þessar starfstilraunir hafa borið, veit Guð einn. En þess skal getið, að fólk hefir sótt samkomurnar mæta vel, sumstaðar ágætlega. Samkomur á virkum dögum voru einnig vel sóttar, sérstaklega í Blaine. “Allmikla stund lagði eg á að heimsækja landa mína — safnaðarmenn og utansafnaðarfólk jöfnum höndum — og aö tala við einstaklinga um frelsi sálna þeirra.” Hr. Ólafson er áhugamaður og einlægur í trúnni; verður án alls efa nýtur maður í kirkju Drotins, hvar sem leið hans liggur á komancli árum. Að sjálfsögðu fylgja honum fyrirbænir og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.