Sameiningin - 01.09.1922, Side 6
262
semdum lærdómum, sem koma í bág við heilaga ritn-
ingu, hefir verið hrundið.”
Ætlunarverk játninganna er því hvorki þaS, að vera 'ög
mál né drottinvald yfir samvizkum og skilningi manna, .heldur
vitnisburður um trú þeirra, er þær hafa aöhylst, og sýnishorn
þess, hvernig lærdómar ritningarinnar hafa verið útskýrðir á
ýmsum tímum.
III. GILDI JÁ TNINGANNA.
í meðvitund kristins manns skipa játningar kirkjunnar að
sjálfsögðu veglegt sæti. Enginn sá, er alvarlega hugsar um trú-
mál og ber kærleika til kristindómsins, lítilsvirðir trúarreynslu
fyrri kynslóða og vitnisburS þeirra, er veriö hafa leiðarljós! í
kirkju Krists. Kristur hét því lærisveinum sínum, að heilagur
andi skyldi leiða þá í sannleikann, og sjálfur hét Drottinn þv:.
að vera meö kirkju sinni alla daga. Andi Drottins hefir leitt
mennina í meiri og meiri sannleika og hjálpað þeim til að skilja
dásemdir opinterunarinnar. Fyrir þaö ber kristninni að þakka
Guði, eins fyrir því þó viðurkenna verði, að skilningur mann-
anna hafi veriö og sé enn að ýmsu leyti ófullkominn.
Á hinn bóginn græöa ekki trúarjátningarnar á því, að þeim
sé eignaö algildi eða sé taldar óskeikular. Og vantrausts yfirlýs-
ing er það á Guði og kenningu Krists að ætla, að Drottinn hafi
nú tekið heilagan anda frá kirkjunni og leiði mennina ekki !eng-
ur í leit þeirra að sannleikanum, né upplýsi skilning þeirra nú
sem fyr eftir jrörfum og kröfum mannsandans.
Því verSur ekki neitað, aö játningar fornkirkjunnar eru að
formi til steyptar í því móti, sem hugsun núlegrar tíðar ekk’
unir sér í á sama hátt og heimspekileg hugsun fyrri alda. Þar
er þó postullega trúarjátningin algjör undantekning. Á heniii
er alls ekkert heimspekilegt sniS, og yfirburða einkenni hennar
er það, að hún fylgir einföldum oröum ritningarinnar sjálfrar
og færir manni kjarna nýja testamentisins í fáum og skýrum
setningum. Þess vegna samrímist hún bezt hugsun manna
á öllum öldum.
Hinar fornkirkju-játnigarnar tvær eru mjög mikið rnótaö-
ar af griskri heimspeki. Fyrir það ,fá þær tignarlegan svip.
En hinar gömlu háspekilegu tilraunir til þess að gjöra grein
fyrir yfirskilvitlegum ("metaphysiskurrO efnum taka huga
manns ekki lengur föstum tökum. Tilraunir þeirra játninga t:l
þess aS útskýra eöli og eiginleika guðdómsins, samband og