Sameiningin - 01.09.1922, Side 7
263
gagnskiftileg áhrif persóna guödómsins og Krists-eölanna
tveggja o. f 1., hafa þau einkenni grískrar heimspeki, sem meir
voru i metum höfö í fornöld en nú' á dögum. Og þrátt fyrir
tignarklæöi og kraft hugsunarinnar getum vér ómögulega felt
oss nú t. d. viö fordæmingar þær, sem í Athanasíus.ar-játning-
unni eru kveönar upp yfir öllum þeirn, sem á annan hátt skilja
kenningar ritningarinnar en þar segir.
Hreinskilnislega skulum vér og kannast við þaö, aö vér
skoðum ekki heldur Ágsborgarjátninguna lútersku óskeikula
né förum aö öllu leyti eftir' henni. Nokkur dæmi megum vér
nefna sem sýnishorn þess, að vér ekki getum farið þar <Htir
bókstafnum; enda ekki til þess ætlast.
1. Ágsborgarjátningin er þýzk aö uppruna, og er þar
sumt, sem einungis á viö þá þjóö og þaö ástand, sem mótaöi
orðalag og búning játningarinnar í byrjun. Keisaravaldinu er
veitt lotning. Þess er krafist, aö messan fari fram á þýzku og
latínu. Höfundarnir geröu ráö fyrir, að nokkuö af messunni
væri ávalt á latínu, en héimtuöu jafnframt leyfi til aö prédika
á þýzku. Viö viljum fá að teljast jafn-lúterskir fyrir það, þj
vér notum hvorki þýzku né latínu — né hyllum keisarann. Þaö
er andinn, en ekki bókstafurinn, sem vér fylgjum.
2. Fjórtánda grein Ágsborgarjátningarinnar bannar strang-
lega leikmanna-prédikun. Við viljum mega teljast jafn lút-
erskir fyrir því, þó kristinn leikmaður fengi að boða Guðs orö
í kirkju.
3. Níunda grein Ágsb.játningarinnar verður naumast 5ðr t
vísi skilin en svo, aö hún kenni þaö, aö þau börn glatist, sem
deyja óskírð. Aö sönnu hafa sumir reynt að skýra greinina á
annan veg, en varla tekist. Enda fundu guöfræðingarnir Þ’l
þess þegar á 17. öld, aö það ákvæði varð aö leiörétta.Sjálfur
Jóhann Gerhard varö til þess að semja þá umsögn um betta
efni, sem síðan gildir í lúterskri guðfræði: “Ekki vöntun sakra-
mentanna, heldur fyrirlitning fyrir þeim fordæmir.”
4. í 11. gr. og 24. gr. er rætt um skriftir þeirra, er til alt-
aris ganga. Skriftir eru taldar sjálfsagðar og heimuleg aflausn
hvers og eins áöur en honum er 'veitt sakramentið. IJklega
gildir þessi regla hvergi í söfnuðum vorum. Erum vér þá að
því leyti lítið lúterskir, ef fara ætti nákvæmlega eftir orðum
og bókstaf játningarinnar.
5. Ágsborgarjátningin kveður upp fordæming þdamnamus •
yfir þeim, er halda fram kenningunni um þúsund ára ríkið (mill-
enium-kenningunni). Undir þann dóm kæmu ekki svo fáir