Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1922, Page 9

Sameiningin - 01.09.1922, Page 9
265 Vestur að Kyrrahafi. Eftir séra K. K. Olafson. VIII. California. (iNiöurl.J Eg bjó í Y;M.'C.A. fK.F.U.M.J meöan eg var í borginni. Var þaö hinn ákjósanlegasti gististaöur, og vil eg hvergi vera fremur til heimilis í ókunnugri stórborg en þar. En annars mátti heita, aö eg væri alt af gestur íslendinga í horginni þá fimm daga, sem eg dvaldi þar. Frímann Kristjánsson, er áö- ur var að Akra í Noröur Dakota, rekur húsgagnaverzlun i svo stórum stíl, aö eg efast um að nokkur fslendingur í Ameríku geri' önnur eins viöskifti. Var hann óþreytandi að leiöbeina mérr aka meö mig um borgina og sýna mér alla þá risnu, sem hugs- anlegt var. . Haraldur Sigurösson, er býr meö móöur sinni Odd- rúnu, var lika alt af boðinn og búinn aö flytja mig um borgina. Stefán Johnson, Sumarliði Sveinsson og fólk Sigurðar heit. Andersons, alt frá Winnipeg, gerði alt sitt til aö gera mér dvöl- ina ánægjulega. Eins og líka Siguröur Guömundsson, bróðir Gunnars J. Guömundssonar og þeirra systkina. Er hann eflaust fróðastur allra núlifandi íslendinga um Ingersolb Svo var eg svo heppinn aö á Y.M.C.A. bjó íslendingur, er eg áður þekti, hr. Viggo Sölvason, sem nú kennir i fræösludeild herstöðvanna í San Francisco. Var mér mikil ánægja 'og uppbygging aö vera meö honum. Tvo íslenzka lækna hitti eg í borgin'ni, sem báöir eru upprunnir úr mínu prestakalli í Norður Dalcota. Annar er dr. Kristbjörn Eymundsson frá Pembina. Er hann viö St. Francis spítalann. Konu hans, Oiddnýju, sá eg einnig. Hinn læknirinn er dr. Sigríður Thordarson og er hún viö bamaspitala borgarinnar. Var mér meir en lítil ánægja að hitta þessa gömlu vini. — Við St. Francis spitalann er annar fslendingur, Einar Oddsson að nafni. Hann ■ er tengdasonur Davíös Öst- lund. Fæst hann við aö taka X-geisla myndir. — Flesta íslend- inga í borginni mun eg hafa séð, og munu þeir vera 25 til 30 talsins. Fjögur börn skírði eg meöan eg stóð þar við. í Berkeley er háskóli California rikis. Er sá bær innan viö San Francisco fjöröinn og eru Oakland og Berkeley raunar ein heild, nema hvaö borgarstjórn snertir. Mér veittist sú ánægja aö vera á mjög vönduðum konsert, er Scandinava félag við há- skólann stóð fyrir. íslendingur er formaöur þess félags, hr. Stefán Bjarnason. Er hann útskrifaður af Wesley College í

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.