Sameiningin - 01.09.1922, Qupperneq 15
271
Mormóna stóS yfir, og var Tjaldbúðin ("Tabeniaclej alskipuS
fólki. Fengum viS þar að heyra hið mikla pípuorgel, sem er
það þriðja í röðinni að stærð í öllum heimi. Sáum musterið
að utan, stjórnarbyggingu rikisins, o.s.frv. Borgin er einkenni-
leg mjög, og mun hverjum ferðamanni unun að því. að skoða
sig þar um. — í Sioux City, Iowa, skildum við Stigur. Hann
hélt áfram heim, en eg skrapp til Vermillion, í Suður Dakota,
til að heimsækja Jóhannes Björnsson mág minn, sem þar var
Superintcndent of City Schools þá. ÞaSan fór eg til Minneota,
og dvaldi þar einn dag. Kom svo heim á skírdag. Og þó ferS-
in væri öll frábærlega ánægjuleg og uppbyggileg, var þó það
bezt, að komast aftur heim.
i IX. Niðurlagsorð.
Margir hafa spurt mig að þvi, hvernig mér hafi litist á mig
á þessum eða hinum stöðvunum, og hvernig muni vera að kom-
ast þar af, borið saman við þaS, sem menn þekkja hér eystra;.
Maður, sem ferðast eins og eg gerði, fer of fljótt yfir til þess
að geta dæmt um þess háttar svo ábyggilegt sé. Færi eg að
segja eitthvað í því efni, væri helzt að eg hefðf eftir eitthvað,
sem eg hefði heyrt. En það er einkenni á allri ströndinni, a‘ð
heimamenn láta vel af sínum stöövum og eru ekki að víla um
annmarkana framan í ókunnuga. Þeir eru allir “boosters”.
Færi eg þvi að hafa eftir þeim, væri þaS alt á einn veg. Geðj-
ast mér þaS vel, að menn kunni áð meta þær stöðvar, er þieir
búa á. Menn verða aS hafa trú á þvi plássi,. er þeir veruleg'a
eiga að geta verið að gagni í. Annars finst þeim þaS, vera að
vinna fyrir gig. — Eg vil hvorki telja menn á eða telja menn
frá því að fara vestur að Kyrrahafi til aS setjast þar aS. F.n
þeir sem sjálfir afráða aS skifta um bústaS, ættu helzt aS skoSa
sig um áður en þeir flytja á nýjar stöövar, og vera ekki í of
mikl'um flýti aS festa kaup í eign fyr en þeir eru farnir aS átta
sig. Og alment er það, að þegar fólk er farið aS eldast, á
það erfiSara meS aö slíta öll bönd og kunna viS sig í nýju
mannfélagi. : Mér finst ferSin hafa opnaS augu mín fyrir þvi
enn þá betur en áður, hve dýrðlegt þetta land er, sem viS búum
i, og það án þess að minn heimareitur eöa heimaríki hafi fallið
nokkuS í gildi.
Svo þakka eg góðfúsum lesara fyrir þolinmæSina og vin-
um mínum vestra fyrir góðar viötökur.
(Sameiningin gerði mér þann grikk, að færa Mt. Rainier 100 milum
nær Seattle. en.rétt er. Væri mér þægð í, að fjallið væri aftur sett fi
réttan stað.)